Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 39
SVIPLEIFTUR ÚR SUMARDVÖL Á ÍSLANDI
21
Dr. Richard Beck í ræðusióli á úiisamkomu í Vaglaskógi í Fnjóskadal
maður á jafn ánægjulegri og lær-
dómsríkri 30 ára afmælishátíð Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga, sem haldin
var í Vaglaskógi í yndislegu veðri,
enda var fjölmenni saman komið,
og margir langt að komnir í skóg-
inum þann dag. Hófst hátíðin með
því, að séra Sigurður Haukur Guð-
jónsson, sóknarprestur á Hálsi, mess-
nði, og flutti hann áhrifamikla ræðu.
Formaður félagsins, Guðmundur
Karl Pétursson, yfirlæknir á Akur-
eyri, stjórnaði samkomunni af
skörungsskap og flutti einkar grein-
argott yfirlit yfir merkilega starf-
semi félagsins. Hákon Guðmundsson
hæstaréttarritari hélt ágæta ræðu
nm skógræktarmálin, og Ármann
Dalmannsson skáld, er um langt
skeið hefir verið ótrauður og af-
kastamikill forystumaður í skóg-
ræktarmálum Eyfirðinga, flutti
snjallt afmælisávarp í ljóði. Félagið
rekur sína gróðurstöð og hefur
jafnframt lagt vaxandi áherzlu á
gróðursetningu. Hefir það gróður-
sett 600 þúsund plöntur, en skógar-
reitir þess eru 375 hektarar að stærð.
Seinna á sumrinu gafst mér tæki-
færi til þess að skoða hinn fagra og
svipmikla Hallormsstaðarskóg í
fylgd með þeim Sigurði Blöndal
skógarverði og Hrafni skógræktar-
manni Sveinbjarnarsyni frænda
mínum. Ég hafði að vísu komið
þangað nokkrum sinnum áður,
en ekki á síðustu árum, og var
það mikið ánægjuefni að veita því