Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 33
SVIPLEIFTUR ÚR SUMARDVÖL Á ISLANDI
15
Jón forseti Sigurðsson mælti sín ör-
lagaríku og ódauðlegu eggjanaorð
í stjórnfrelsisbaráttu íslendinga:
>,Eigi víkja.“ Samstúdentar mínir
höfðu sýnt mér þá miklu sæmd að
velja mig til þess að hafa orð fyrir
þeim á þessu merkisafmæli okkar,
°g var mér það vitanlega ljúft hlut-
verk að mega með þeim hætti votta
okkar gamla og kæra skóla virðingu
°g þökk. Og aldrei hefi ég, nema á
Þingvöllum 1944 og í Skálholti 1954,
staðið í ræðustóli þar sem ég hefi
fundið vængjaþyt sögunnar leika
mér eins sterklega um vanga og á
þessari stundu í hátíðarsal Mennta-
skólans. Söguleg helgi hans hitaði
mér um hjarta. Það var eins og að
ganga undir vígslu til þjónustu við
þær hugsjónir, sem salurinn minnti
a> frelsishugsjónir, framsóknar- og
sjálfstæðisanda.
Eg leit yfir fríðan stúdentahópinn,
a annað hundrað, sem er talandi vott-
Ur um vöxt skólans og viðgang, því
við vorum 24 stúdentarnir frá 1920,
er við brautskráðumst. Minningarn-
ar frá skólaárunum sóttu fast á hug
minn. Þá var mikil skáldaöld í skóla,
eins og frægt er orðið, og hefir sam-
bekkingur okkar í fjórða bekk, Tóm-
as Guðmundsson, sem kunnast ljóð-
skáld hefir orðið úr þeim stóra hópi
unnenda kvæðadísarinnar, lýst því
eftirminnilega í þessum ljóðlínum
1 einu hinna snjöllu kvæða sinna:
„Þá færðust okkar fyrstu ljóð í
letur,
því lífið mjög á hjörtu okkar fékk.
°§ §eri margir menntaskólar betur:
■Ég minnist sextán skálda í fjórða
bekk.“
hefir mikið vatn runn-
í mörgum skilningi,
Sannarlega
til sjávar.
síðan við stúdentarnir frá 1920 geng-
um niður Skólabrú, vonglaðir og
djarfhuga, eins og ungir stúdentar
eiga alltaf að vera, því að þeirra er
framtíðin, hvers konar gull, sem
hún kann að leggja í lófa þeirra, og
hvernig sem þeim kann að takast
að spinna sinn æviþráð, svo að ég
leyfi mér að breyta til um sam-
líkinguna.
En þegar ég nú af sjónarhóli 40
ára stúdents renni augunum yfir
farinn veg, þá verður mér ríkast í
huga: Mikil gæfa var það að mega
vera íslendingur á fyrra helmingi
hinnar tuttugustu aldar, og hafa lif-
að hina minnisstæðu og áhrifaríku
atburði, sem gerzt hafa í sögu þjóð-
arinnar á því tímabili, er náðu há-
marki sínu með endurreisn lýðveld-
isins fyrir 16 árum síðan. Þá er það
eigi síður metnaðar- og fagnaðarefni
hverjum sönnum íslendingi, hvar
sem hann er búsettur, að minnast
þeirra miklu framfara, sem orðið
hafa með svo mörgum hætti í ís-
lenzku þjóðlífi síðasta aldarhelm-
inginn. Þetta hefi ég fundið betur
og betur í hverri heimsókn minni til
ættjarðarstranda, en ferðin í sumar
var fjórða koma mín heim um haf
síðan ég fluttist til Vesturheims fyr-
ir 39 árum.
17. júní í Reykjavík
Yfir þjóðhátíðardegi íslands, 17.
júní, hvílir mikill ljómi í hugum
allra íslendinga. Það er þá einnig
óblandið fagnaðarefni hverjum ís-
lendingi, sem búsettur er erlendis,
að geta verið heima á ættjörðinni
þann söguríka og sigurbjarta dag.
Á síðastliðnu sumri naut ég þeirrar
ánægju í þriðja sinn síðan lýðveldið
var endurreist 1944.