Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 101
þingtíðindi
83
i nefndum af félagsins hálfu, og stutt
starf þess með öðrum hætti. Skjalavörð-
ur, Ragnar Stefánsson, hefir, sérstak-
lega seinni helming ársins, átt við veik-
indi að stríða og liggur nú á sjúkrahúsi.
Pæri vel á því, að þingið sýndi honum
góðhug sinn með viðeigandi hætti, í
viðurkenningar- og þakkarskyni fyrir
störf hans í þágu félagsins árum saman
og hlutdeild hans í félagslífi voru og
nienningarmálum.
. Forseti flutti kveðjur af hálfu félags-
ins á fslendingadeginum að Gimli, í
kveðjusamsæti fyrir séra Ólaf Skúlason
og frú hans að Mountain, í samsæti til
heiðurs dr. Valdimar J. Eylands og frú
nans hér í Winnipeg, á tíu ára afmælis-
hátíð elliheimilisins „Borg“ að Moun-
tsin, og í ársveizlu Icelandic Canadian
Cluþ. Enn fremur hélt forseti aðalræð-
una við hátíðarguðsþjónustu í Víkur-
kirkju að Mountain í tilefni af 15 ára
afmæli íslenzka lýðveldisins, er fram fór
að öllu leyti á íslenzku. Einnig flutti
hann tvö útvarpserindi frá stöð ríkis-
háskólans í N. Dakota, hið fyrra í til-
efni af afmæli lýðveldisins, en hið
síðara um landnámsferðir norrænna
nianna; auk þess, einnig á ensku, erindi
um íslenzk skáld í Norður-Dakota á árs-
fundi Félagsins til eflingar norrænum
fræðum (The Society for the Advance-
ment of Scandinavian Study) í August-
ana College, Rock Island, Illinois, síðar
a árinu þrjá fyrirlestra um íslenzk og
norraen efni á þeim skóla, og endurtók
Pá á Dana College, Blair, Nebraska, en
haskólar þessir eru aðal æðri mennta-
stofnanir Svía og Dana vestan hafs. í
uafni félagsins hefir forseti einnig á ár-
mu sent ýmsum félögum og einstakling-
um bréflegar kveðjur; meðal annars
sendi hann frú Hólmfríði Pétursson
heillaóskir vorar í tilefni af áttræðis-
afmæli hennar og þakkir fyrir marg-
hattaðan stuðning hennar við málstað
félagsins og starf, en öll erum vér jafn-
framt minnug forystu manns hennar, dr.
Rögnvaldar heitins Péturssonar, í þjóð-
ræknismálum vorum og þessu félagi ára-
fugum saman. Forseti hefir auk þess á
hðnu ári birt ritgerðir um íslenzk efni
1 blöðum og tímaritum vestan hafs og
austan, og á ensku í kanadískum og
ameriskum tímaritum, sem og í amer-
iska alfræðiritinu The World Book En-
cyclopedia.
Skal þá vikið að því, sem unnið hefir
yerið að íslenzkukennslu og söngfræðslu
a islenzku. Prófessor Haraldur Bessason
hefir síðan í haust haldið áfram kvöld-
uamskeiði í íslenzku fyrir fullorðna með
sama fyrirkomulagi og í fyrra. Frú
fl^lmfríður Danielson hefir einnig aftur
1 ar kennt nokkrum ungum stúlkum ís-
lenzku í heimahúsum með góðum ár-
angri. Af hálfu deildarinnar að Gimli
er haldið áfram að kenna unglingum ís-
lenzk ljóð og söngva. Unglingasöng-
flokkur deildarinnar söng á íslendinga-
deginum á Gimli í sumar, eins og þeir,
sem á hann hlýddu, munu minnast með
ánægju. Er þessi fræðslustarfsemi deild-
arinnar hin athyglisverðasta og þakkar-
verð að sama skapi. í sambandi við
kennslu í íslenzku skal þess getið, að
þau prófesssor Haraldur og frú Hólm-
fríður hafa sem milliþinganefnd verið
að leitast við að undirbúa hentugar lexí-
ur til notkunar við kennsluna. Munu
þau skýra þinginu frá árangri þeirrar
viðleitni sinnar.
Tengslin og samvinnumálin við ísland
Hugur vor til ættlandsins er fagur-
lega túlkaður í bréfi, sem Jóhann skáld
Sigurjónsson, þá nýkominn til Kaup-
mannahafnar, skrifaði Jóhannesi bróður
sínum á Laxamýri haustið 1899, og prent-
að er í síðasta jólahefti Lesbókar Morg-
unblaðsins. Skáldið ávarpar bróður sinn
í bréfsbyrjun með þessum orðum:
„Hugur minn flýgur til fjallanna fögru
og fossanna hvítu, en þótt fossar og fjöll
laði huga minn heim yfir hafið, þá er
þó annað, sem dregur hann meir, það
eru vinirnir góðu heima á Fróni.“
Það er áreiðanlega þetta, sem um ann-
að fram dregur huga vorn heim um haf;
og ánægjulegt er það, hve margir úr
vorum hópi gátu látið þann draum sinn
rætast á síðastliðnu sumri. Það yrði of
langt mál að telja þá alla upp, þótt verð-
ugt væri, og verð ég því að láta mér
nægja að minnast á þá, er fóru þangað
sem sérstakir boðsgestir og í opinberum
erindum.
Nefni ég þá fyrst séra Eric H. Sigmar,
forseta lúterska kirkjufélagsins, er fór
til íslands í boði íslenzku þjóðkirkj-
unnar sem fulltrúi kirkjufélags síns, til
þess að vera viðstaddur og flytja kveðj-
ur við vígslu hins nýja biskups íslands,
herra Sigurbjarnar Einarssonar prófess-
ors. Þáverandi biskup, dr. Ásmundur
Guðmundsson, heiðursfélagi vor, hafði
einnig, í nafni íslenzku ríkiskirkjunnar,
sýnt Þjóðræknisfélaginu þá sæmd að
bjóða forseta þess að vera viðstaddur
biskupsvígsluna, en anna vegna gat
hann eigi þegið það virðingarboð. Að
beiðni hans og sameiginlegri ósk stjórn-
arnefndarinnar, sýndi séra Eric félag-
inu þá vinsemd að fiytja kveðjur þess
við biskupsvígsluna. Skylt er jafnframt
að geta þess, að varaforseta félags vors,
séra Philip M. Pétursson, var einnig
boðið að vera fulltrúi Hins Sameinaða
Kirkjufélags fsl., nú „The Western Can-
ada Unitarian Conference", við vígslu