Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 80
62
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kænsku Carol og djarfrar fram-
göngu hennar á námsvellinum og
bókar, sem hún samdi. Auk þess
hefur hún stundað kennslu við æðri
listastofnanir og líklega verið stund-
um prófessór. Allt þetta hefur
löndum verið kunngert.
Mikið rétt, en fyrst kom það allt
út á ensku, og hættulaust, nei,
heilög skylda að kunngera það,
okkur til fróunar og frama. Öðru
máli gegnir, þegar til málverka Miss
Féldsted kemur. Fyrst og fremst
virðist höfund þeirra bresta fram-
tak og bissnesvit til að koma þeim
á framfæri. í öðru lagi, málar hún
í þeim stíl, sem fyrir löngu er úr-
eltur; og er það ófyrirgefanlegt af
málara, sem kann og „kennir“ alla
isma, abstrakt og brasklist. Þar af
leiðandi, og í þriðja lagi, mundi sá
enski finna litla hvöt hjá sér til
lofsamlegrar umsagnar um slík mál-
verk, þó þau bærust honum fyrir
sjónir. Að þessu athuguðu, er ósann-
gjarnt að ætlast til þess af vörðum
vorra dýrmætu, að þeir leggi sæmd
og sjálfsvirðingu sína og okkar í
hættu með því að draga málverk
Carol fram í dagsljósið og gefa í
skyn, að þau beri vott um skapandi
skáldgáfu höfundarins; og það áður
en enskurinn veit að myndirnar eru
til! — Kannske Miss Féldsted gruni
hvað mörg okkar eru ólærð og ólæs
á nýlist, hafi meðaumkvun með
okkur og máli og meitli myndir sín-
ar, svo allir skilji.
Ekki held ég það. Að sönnu bera
myndir Carol á sér blæ viðkvæmni
og einlægrar virðingar fyrir tilver-
unni, sér í lagi því, sem lífrænt er.
Hins vegar votta þær það sjálfstæði
og stolt, sem hverju skapandi skáldi
veittist að vöggugj öf. Og vel mætti
hún taka undir með öðru góðskáldi:
„Mitt er að yrkja, ykkar að skilja.“
— Hver sem skoðar konuhöfuð,
höggvið úr marmara af Carol, mun
ganga úr skugga um þetta . . . Efnið
til litljóða sinna sækir hún til nátt-
úrunnar. Álítur hana ef til vill lista-
merkið mesta, og hallast því að stíls-
máta og leturgerð höfundarins frem-
ur en að ismum nýlistarinnar —
stílsmáta og leturgerð, sem ritar —
„Sú hönd er skrifar lífsins laga-mál
á lilju-blað og ódauðlega sál.“
Lýk ég svo þessu bréfi með þökk
fyrir góða samfylgd um heim lífs
og lista og ósk um, að þið lifið lengi,
vel og mikinn.
P.S.!
— Já „Vögguvísur“ Stephans.
J. P. P.