Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 40

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 40
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA eftirtekt, hvað skógurinn hafði vax- ið og fært út kvíarnar síðan ég var þar seinast á ferð. Og hvergi fremur en þar má sjá þess talandi vott, að á íslandi er eigi aðeins hægt að rækta skrúðskóga, heldur einnig nytjaskóga, enda eru þess dæmi víð- ar á landinu. En þeim, sem fræðast vilja um íslenzka skógrækt, vil ég benda á einkar snoturt og gagnfróð- legt afmælisrit, prýtt litmyndum, sem Skógræktarfélag íslands gaf út í tilefni af 30 ára afmælinu, þar sem skógræktarmálunum eru gerð ágæt skil, en þau eiga skilið stuðning þjóðrækinna íslendinga hvaretna. Embætlistaka forseta íslands Meðal þeirra atburða í íslands- ferð minni, sem mér verða sérstak- lega minnisstæðir, var embættis- taka forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, er fór fram mánudag- inn 1. ágúst. Hafði Ásgeir forseti stuttu áður verið kjörinn í þriðja sinn, og gagnsóknarlaust, í hið virðu- lega embætti sitt. Eins og hinn ágæti fyrirrennari hans í embættinu, herra Sveinn Björnsson, ber Ásgeir for- seti í brjósti mikinn hlýhug til Vest- ur-íslendinga og fylgist vel með málum vorum. Mæltist hann sér- staklega til þess, að ég sem forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi, og um leið sem fulltrúi þeirra, yrði viðstaddur embættis- töku sína, og taldi ég mér að sjálf- sögðu mikinn sóma að því. Hófst athöfnin með hátíðlegri guðsþjónustu í Dómkirkjunni, er var þéttsetin hinum sérstöku gest- um og almenningi. Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, las ritn- ingargreinar og flutti síðan fagurt ávarp og hugsun hlaðið, en Dóm- kirkjukórinn söng undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Að lokinni kirkjuathöfninni gengu forsetahjónin, ríkisstjórnin og aðrir gestir í sal neðri deildar Alþingis í Alþingishúsinu, þar sem sjálf emb- ættistakan fór fram. Forseti Hæsta- réttar, dr. Þórður Eyjólfsson, lýsti forsetakjöri, las kjörbréfið og mælti fram eiðstafinn, sem forseti undir- ritaði. Gengu forsetahjónin því næst út á svalir Alþingishússins og tóku fagnaðarkveðju þess fólks, sem safnazt hafði saman á Austurvelli. Síðan flutti forseti ræðu, en athöfn- inni lauk með því, að Dómkirkju- kórinn söng þjóðsönginn. Var athöfn þessi látlaus, en virðuleg og áhrifa- mikil um leið. Ásgeir forseti lauk hinni íturhugs- uðu og efnismiklu ræðu sinni til þjóðarinnar við þriðju embættistöku sína með þessum orðum: „Þjóðinni er að sjálfsögðu margs konar viðfangsefni og vandi á hönd- um. Iðnbylting og nútímatækni hófst hér fyrir einum fimmtíu árum. Fólksflutningar hafa verið miklir í fótspor nýrrar verkaskiptingar. Bæ- ir og kauptún hafa vaxið hröðum skrefum á skömmum tíma. En þeim vanda- og viðfangsefnum, sem að oss steðja, er hér mætt af þroskaðri þingræðisþjóð, sem sótt hefur fram- tíðardrauma til upphafs íslands- byggðar og einnig til hinna hæstu hugsjóna, sem leiðtogar gera sér á hverjum tíma um hið góða þjóð- félag, sem hefur heill og hamingju þegnanna fyrir mark og mið. Þá er rétt stefnt, þegar siglt er eftir tindrandi leiðarstjörnu til sam- fylgdar við hin eilífu lögmál mann- úðar og réttlætis, sem er lífsins tak- mark og tilverunnar innsta eðli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.