Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 40
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
eftirtekt, hvað skógurinn hafði vax-
ið og fært út kvíarnar síðan ég var
þar seinast á ferð. Og hvergi fremur
en þar má sjá þess talandi vott, að
á íslandi er eigi aðeins hægt að
rækta skrúðskóga, heldur einnig
nytjaskóga, enda eru þess dæmi víð-
ar á landinu. En þeim, sem fræðast
vilja um íslenzka skógrækt, vil ég
benda á einkar snoturt og gagnfróð-
legt afmælisrit, prýtt litmyndum,
sem Skógræktarfélag íslands gaf út
í tilefni af 30 ára afmælinu, þar sem
skógræktarmálunum eru gerð ágæt
skil, en þau eiga skilið stuðning
þjóðrækinna íslendinga hvaretna.
Embætlistaka forseta íslands
Meðal þeirra atburða í íslands-
ferð minni, sem mér verða sérstak-
lega minnisstæðir, var embættis-
taka forseta íslands, herra Ásgeirs
Ásgeirssonar, er fór fram mánudag-
inn 1. ágúst. Hafði Ásgeir forseti
stuttu áður verið kjörinn í þriðja
sinn, og gagnsóknarlaust, í hið virðu-
lega embætti sitt. Eins og hinn ágæti
fyrirrennari hans í embættinu, herra
Sveinn Björnsson, ber Ásgeir for-
seti í brjósti mikinn hlýhug til Vest-
ur-íslendinga og fylgist vel með
málum vorum. Mæltist hann sér-
staklega til þess, að ég sem forseti
Þjóðræknisfélags íslendinga í Vest-
urheimi, og um leið sem fulltrúi
þeirra, yrði viðstaddur embættis-
töku sína, og taldi ég mér að sjálf-
sögðu mikinn sóma að því.
Hófst athöfnin með hátíðlegri
guðsþjónustu í Dómkirkjunni, er
var þéttsetin hinum sérstöku gest-
um og almenningi. Biskup íslands,
herra Sigurbjörn Einarsson, las ritn-
ingargreinar og flutti síðan fagurt
ávarp og hugsun hlaðið, en Dóm-
kirkjukórinn söng undir stjórn dr.
Páls ísólfssonar.
Að lokinni kirkjuathöfninni gengu
forsetahjónin, ríkisstjórnin og aðrir
gestir í sal neðri deildar Alþingis í
Alþingishúsinu, þar sem sjálf emb-
ættistakan fór fram. Forseti Hæsta-
réttar, dr. Þórður Eyjólfsson, lýsti
forsetakjöri, las kjörbréfið og mælti
fram eiðstafinn, sem forseti undir-
ritaði. Gengu forsetahjónin því næst
út á svalir Alþingishússins og tóku
fagnaðarkveðju þess fólks, sem
safnazt hafði saman á Austurvelli.
Síðan flutti forseti ræðu, en athöfn-
inni lauk með því, að Dómkirkju-
kórinn söng þjóðsönginn. Var athöfn
þessi látlaus, en virðuleg og áhrifa-
mikil um leið.
Ásgeir forseti lauk hinni íturhugs-
uðu og efnismiklu ræðu sinni til
þjóðarinnar við þriðju embættistöku
sína með þessum orðum:
„Þjóðinni er að sjálfsögðu margs
konar viðfangsefni og vandi á hönd-
um. Iðnbylting og nútímatækni hófst
hér fyrir einum fimmtíu árum.
Fólksflutningar hafa verið miklir í
fótspor nýrrar verkaskiptingar. Bæ-
ir og kauptún hafa vaxið hröðum
skrefum á skömmum tíma. En þeim
vanda- og viðfangsefnum, sem að
oss steðja, er hér mætt af þroskaðri
þingræðisþjóð, sem sótt hefur fram-
tíðardrauma til upphafs íslands-
byggðar og einnig til hinna hæstu
hugsjóna, sem leiðtogar gera sér á
hverjum tíma um hið góða þjóð-
félag, sem hefur heill og hamingju
þegnanna fyrir mark og mið.
Þá er rétt stefnt, þegar siglt er
eftir tindrandi leiðarstjörnu til sam-
fylgdar við hin eilífu lögmál mann-
úðar og réttlætis, sem er lífsins tak-
mark og tilverunnar innsta eðli.“