Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 84
Helztu viðburðir
meðal íslendinga vestan hafs 1960
RICHARD BECK tók saman
Jan. — í þeim mánuði var haldin
í Chicago, 111., sýning íslenzkra lista
og listmuna, sem dr. Árni Helgason,
ræðismaður íslands þar í borg, hafði
efnt til. Var sýningin vel sótt og
hlaut ágæta dóma.
Jan. — Um þær mundir lét séra
Kristinn K. Ólafson, Rock City, 111.,
af prestsstörfum. Hann hefir komið
mikið við vestur-íslenzka kirkju-
sögu, og var í tuttugu ár forseti Hins
evangelisk-lúterska kirkjufélags ís-
lendinga í Vesturheimi.
31. jan. — Við miðsvetrarprófin á
ríkisháskólanum í Norður-Dakota
(University of North Dakota) luku
námi þessir nemendur af íslenzkum
ættum:
Bachelor of Philosophy:
Kent M. Jóhanneson, Bismarck.
Bachelor of Science in Civil
Engineering:
Donald Ray Gunnlaugson,
Cavalier.
Bachelor of Science in Mechanical
Engineering:
Marion Sigurjón Melsted,
Edinburg.
22.-24. febr. — Fertugasta og fyrsta
ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga
í Vesturheimi haldið í Winnipeg við
ágæta aðsókn. Dr. Richard Beck var
endurkosinn forseti. Stuttu síðar
kaus stjórnarnefndin þá Gísla Jóns-
son skáld og Harald Bessason pró-
fessor ritstjóra Tímarits félagsins. Á
þinginu var tilkynnt, að landstjóri
Kanada, His Excellency, Major-
General George P. Vanier, hefði
samþykkt að verða heiðursverndari
félagsins, og var honum afhent heið-
ursverndaraskírteinið skrautritað,
er hann kom í heimsókn til Winni-
peg í apríl.
27. febr. — Háð í Winnipeg mjög
fjölmennt þing Menntamálaráðs
Manitoba (Manitoba Council of Edu-
cation). Dr. P. H. T. Thorlakson,
formaður ráðsins, stýrði þinginu.
18. marz—Guðmundur Sólmunds-
son frá Gimli og Harry Davidson frá
Oakview heiðraðir í fjölmennum
mannfagnaði að Oakview, Man., sem
þeir tveir fiskimenn, er lengst hafa
fiskað á Winnipeg- og Manitoba-
vötnunum.
Marz — Blaðafrétt skýrir frá því,
að Ásmundur Benson, héraðsdóm-
ari í Bottineau í Norður-Dakota,
verði ekki í kjöri í það embætti í
kosningunum á komandi hausti. Á
hann sér að baki langan og merkan
starfsferil, og hefir skipað dómara-
embættið síðan 1954.
Marz — Dr. Kjartan I. Johnson,
Pine Falls, Man., hlaut verðlaunin
„Winnipeg Clinic Research Institute
General Practitioner’s Postgraduate
Award” til framhaldsnáms í læknis-
fræði.
10. apríl — Lúterska kvenfélagið
„Björk“ að Lundar, Man., hélt há-