Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 46
28
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ferlum á hátíðarstaðinn í Herjólfs-
dal og býr þar í tjöldum hátíðardag-
ana. Þetta setur alveg sérstakan
svip á hátíðina, en Vestmanneying-
ar eiga líka alveg óvenjulega fagran
skemmtistað þar sem Herjólfsdalur
er. Ég varð, blátt áfram, alveg stór-
hrifinn af þessum einstæða og fagra
samkomustað, musteri gert af Guði
og náttúrunnar hendi. Þar er sann-
arlega hátt til lofts og vítt til veggja:
jörðin græn — gólfið; hrikafengnar
hamraborgirnar — veggirnir; og
himinninn blár og víður — rjáfrið.
í slíku umhverfi, á jafn yndisleg-
um dögum og ég átti þar í sumar,
fylltist hugurinn hrifningu yfir dá-
semdum lands vors.
Minningarnar frá þessari Þjóðhá-
tíð þyrpast fram í huga mínum:
Tjaldborgin hvíta í svipmiklu um-
hverfinu, áhrifamikil útiguðsþjón-
ustan í byrjun hátíðarinnar,bjargsig-
ið djarfa og glæsilega, brennan stór-
brotna á Fjósakletti á miðnætti og
litarík flugeldasýningin, sem ritaði
næturloftið dulúðugum leifturrún-
um sínum. En minnisstæðast af öllu
fólkið sjálft, frjálslegt og fagnandi.
Það var einstaklega ánægjulegt að
ganga tjald úr tjaldi, bókstaflega
„milli góðbúðanna", því að alls stað-
ar mætti manni sama alúðin og
gestrisnin. Ég minnist líka með
ánægju hinna ýmsu skemmtiatriða
á hátíðinni, sem vitanlega settu
einnig svip sinn á hana.
í Grímsey kom ég, eins og fyrr
getur, að Básum, nyrzta bæ á ís-
landi, og í Vestmannaeyjum var
mér jafn mikil ánægja að því að
koma á syðsta bæ landsins, Stór-
höfða. Fyrri góðvild vitavarðar
leyfðist mér að skoða vitann þar,
og var þaðan hrífandi útsýn til hafs
og lands þann bjarta ágústdag.
í fáum orðum sagt: Koman á Þjóð-
hátíð Vestmannaeyja var einn
þeirra atburða í íslandsferð minni,
sem ég hefði allra sízt viljað missa
af, svo ánægjuleg var hún, þjóðleg
og fræðandi í senn.
Ættjörðin kvödd og
flogið vesiur
Ég hefi orðið að fara fljótt yfir
sögu, einungis brugðið upp fáein-
um svipleiftrum úr íslandsdvöl
minni, orðið mörgu að sleppa, sem
vert hefði verið að segja frá, og
vissum hliðum íslenzks menningar-
lífs algerlega, svo sem bókmenntum
og listum (nema leiklistinni að
nokkru), en í fyrrnefndum greinum
er mikill gróður, þótt hann sé vit-
anlega misjafn að fegurð og varan-
legu gildi. Athafnalíf þjóðarinnar er
einnig stórum margþættara heldur
en hér hefir verið gefið í skyn, þótt
svipleiftur mín bregði á það nokk-
urri birtu. Það fer að vonum, að
þjóð, sem er á jafn hröðu breytinga-
og framfaraskeiði um margt eins og
íslenzka þjóðin á við sín vandkvæði
að stríða, ekki sízt á fjármálasvið-
inu. En nú sem áður er ég fasttrú-
aður á framtíð hennar, á hæfileika
hennar til þess að glíma farsællega
við vandamál sín og ganga sigrandi
af þeim hólmi.
Enginn getur farið um ísland eins
og ég gerði á nýliðnu sumri, komið
á ótal merka staði og fagra, þar sem
miklir atburðir hafa gerzt, eða þar,
sem ættmenn hans hafa kynslóð eft-
ir kynslóð háð sína lífsbaráttu, svo
að hann heyri eigi raddir liðinnar
tíðar hljóma sér í eyrum, finni eigi
betur en áður, hve nánum böndum
hann er tengdur sinni móðurmold.