Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 46
28 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ferlum á hátíðarstaðinn í Herjólfs- dal og býr þar í tjöldum hátíðardag- ana. Þetta setur alveg sérstakan svip á hátíðina, en Vestmanneying- ar eiga líka alveg óvenjulega fagran skemmtistað þar sem Herjólfsdalur er. Ég varð, blátt áfram, alveg stór- hrifinn af þessum einstæða og fagra samkomustað, musteri gert af Guði og náttúrunnar hendi. Þar er sann- arlega hátt til lofts og vítt til veggja: jörðin græn — gólfið; hrikafengnar hamraborgirnar — veggirnir; og himinninn blár og víður — rjáfrið. í slíku umhverfi, á jafn yndisleg- um dögum og ég átti þar í sumar, fylltist hugurinn hrifningu yfir dá- semdum lands vors. Minningarnar frá þessari Þjóðhá- tíð þyrpast fram í huga mínum: Tjaldborgin hvíta í svipmiklu um- hverfinu, áhrifamikil útiguðsþjón- ustan í byrjun hátíðarinnar,bjargsig- ið djarfa og glæsilega, brennan stór- brotna á Fjósakletti á miðnætti og litarík flugeldasýningin, sem ritaði næturloftið dulúðugum leifturrún- um sínum. En minnisstæðast af öllu fólkið sjálft, frjálslegt og fagnandi. Það var einstaklega ánægjulegt að ganga tjald úr tjaldi, bókstaflega „milli góðbúðanna", því að alls stað- ar mætti manni sama alúðin og gestrisnin. Ég minnist líka með ánægju hinna ýmsu skemmtiatriða á hátíðinni, sem vitanlega settu einnig svip sinn á hana. í Grímsey kom ég, eins og fyrr getur, að Básum, nyrzta bæ á ís- landi, og í Vestmannaeyjum var mér jafn mikil ánægja að því að koma á syðsta bæ landsins, Stór- höfða. Fyrri góðvild vitavarðar leyfðist mér að skoða vitann þar, og var þaðan hrífandi útsýn til hafs og lands þann bjarta ágústdag. í fáum orðum sagt: Koman á Þjóð- hátíð Vestmannaeyja var einn þeirra atburða í íslandsferð minni, sem ég hefði allra sízt viljað missa af, svo ánægjuleg var hún, þjóðleg og fræðandi í senn. Ættjörðin kvödd og flogið vesiur Ég hefi orðið að fara fljótt yfir sögu, einungis brugðið upp fáein- um svipleiftrum úr íslandsdvöl minni, orðið mörgu að sleppa, sem vert hefði verið að segja frá, og vissum hliðum íslenzks menningar- lífs algerlega, svo sem bókmenntum og listum (nema leiklistinni að nokkru), en í fyrrnefndum greinum er mikill gróður, þótt hann sé vit- anlega misjafn að fegurð og varan- legu gildi. Athafnalíf þjóðarinnar er einnig stórum margþættara heldur en hér hefir verið gefið í skyn, þótt svipleiftur mín bregði á það nokk- urri birtu. Það fer að vonum, að þjóð, sem er á jafn hröðu breytinga- og framfaraskeiði um margt eins og íslenzka þjóðin á við sín vandkvæði að stríða, ekki sízt á fjármálasvið- inu. En nú sem áður er ég fasttrú- aður á framtíð hennar, á hæfileika hennar til þess að glíma farsællega við vandamál sín og ganga sigrandi af þeim hólmi. Enginn getur farið um ísland eins og ég gerði á nýliðnu sumri, komið á ótal merka staði og fagra, þar sem miklir atburðir hafa gerzt, eða þar, sem ættmenn hans hafa kynslóð eft- ir kynslóð háð sína lífsbaráttu, svo að hann heyri eigi raddir liðinnar tíðar hljóma sér í eyrum, finni eigi betur en áður, hve nánum böndum hann er tengdur sinni móðurmold.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.