Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 77
gimliför mín
59
um sérstætt sjálfstæði, einstaklings-
frelsi og siðferðisþrek. Með fram-
komu sinni og atferli ganga þeir í
berhögg við tízkuna, tempora og
móres, og fremja rungandi Hollý-
vúdd-kossa og önnur svæsin ástar-
atlot, hver sem til sér. Og hér heyrir
þú og sérð alla þessa bítníka iðka
allar listir í senn. Margir syngja
söngva og leika lög, en engir tveir
sama sönginn, sama lagið. Svo er
með dansinn, ekkert dans-par dans-
ar líkt öðru. Hver les sitt ljóð, þó
tíu lesi í senn. Nýlistin er sjálfri sér
nóg, svo er og bítningur hver, þó
ungur sé. Einungis eitt eiga þeir
sameiginlegt — tungumál, sem bít-
níkar einir kunna. Á öðrum tung-
um er þýðingarlaust að ræða eða rita
um þá, þó maður freistist til þess.
Abstrakt-myndlist er það eina, sem
gerir störfum og líferni bítníka góð
skil . . .
Og mig rekur minni til guðsþjón-
Ustu heilagra veltikúta og láréttrar
krampa-ruggveltu þeirra, ópa og
veina. Og eins og nú er títt, sækir
að mér brjálsemi, sem til allrar
lukku snýst í öngvit.
IV.
Ég rumskast, og vakna hér í dún-
mjúkum, holdhlýjum sandinum,
sem breiðir úr sér til beggja handa,
út í ómælið. En „hátt er uppí him-
ininn“ og hásumar er nú og hvergi
fremur. Og „dúnalogn er allra átta“,
þó sól-gulli-drifin skýdrögin segi:
>;Er í lofti sunnanfar.“ En sandur-
iun leikvöllur vinda allra átta, um
aldir og ár. Hér hafa þeir troðið
°g sparkað niður allan gróður, svo
®kki sést grænt strá. En glaður er
óg og velvakandi, eftir mannskæða
martröð í sölum nýlistar, brasks og
bítníka. En, fréttir fátt sá flatur
liggur; og ég rís á fætur og kem
auga á gamlan bát nokkur skref frá
mér. Þar sem ég lá, hafði hann verið
bæli mínu til höfða og þannig úr
sýn. Er hann mannvirki, óbrigðult
merki mannlegrar reynslu, trúverð-
ugt tákn raunverunnar, gæddur
lengd og breidd, dýpt og hæð, ómiss-
andi áttaviti á eyðisandi, verksum-
merki veruleikans, sem hrein list
virðir að vettugi . . .
„Það er hraustum heilsubrestur:
Hugboð um að verði gestur
Kallið handan, höndum frestur
Hlotnist ei að smíða far“ . . .
Hér var engin vél að verki, held-
ur hagar, hrjúfar hendur. Og á fari
þessu er ekkert tízkusnið. Líkt og
„vonir mikilmagnans“ rís stafn svo
líátt, að við himinn ber, og sæmdi
Þór-sæti, og stefninu drekahöfuð;
en brátt lækkar borðstokkurinn,
eins og vonirnar, unz skutnum lyk-
ur í byttu-stíl. Þar er ekkert rúm
fyrir 'Óðin, en þægileg seta þeim,
sem einn rær og leggur og dregur
net . . •
En nú sakna ég samfélags ykkar,
mín elskanlegu, og býð ykkur á ný
til móts við mig í faniasíunni.
___ „Á eyðimörk hér erum vér.“
Ég sé ekki lífsmark með neinu.
— „Jafnvel sjálfur dauðinn deyr.
Dauði hans er lífið.“ Og hér hrærast
mjúkir litir í mildum litbrigðum.
— Og í gegn um þögnina, sem er
nógu djúp til að rúma allar raddir
lífsins, heyrist fótatak.
— „Það er fótatak komandi alda.“