Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 23
DR. STEFÁN EINARSSON:
Þorkell Jóhannesson
6. desember 1895—31. oklóber 1960
Mikil ótíðindi voru það, er ég las
í Lögbergi-Heimskringlu 10. nóvem-
ber, að Dr. Þorkell Jóhannesson,
rektor Háskóla Islands, hefði látizt
úr hjartabilun 31. október síðastlið-
inn. Þegar ég kvaddi hann 8. október
í haust, var hann hinn kátasti og
hraustasti að sjá. Vonandi hefir
hann fengið skjótt og hægt andlát.
Minnst du hur ödet oss förde till
hopa! Við hittumst fyrst vorið 1913,
er ég fór norður til Akureyrar að
taka próf upp í þriðja bekk Gagn-
fræðaskólans, þá hafði Þorkell setið
í öðrum bekk um veturinn, en hann
stundaði nám í Gagnfræðaskólan-
um á Akureyri veturinn 1912-13 og
eftir nýjár 1914. Við lukum svo báðir
gagnfræðaprófi vorið 1914. Hafði
hann þá setið einn og hálfan vetur
í Gagnfræðaskólanum, en ég einn,
en hvorugur okkar varð langskóla-
genginn, því ég sat aðeins einn vet-
ur í menntaskóla, las svo fimmta og
sjötta bekk á einum vetri með stú-
dentsprófi 1917, en hann kom aldrei
í Menntaskólann, en las allan skóla-
lærdóm heima og tók stúdentspróf
1922. Höfum við því báðir haft jafn-
langa skólavist til stúdentsprófs: tvo
vetur. Mig rámar til að hafa kennt
honum eitthvað til stúdentsprófs og
þegið þar fyrir Gluniarne, sem síðar
spiluðust upp til agna. Síðan urðum
við samstúdentar í Háskólanum, og
þótt ég lyki mínu prófi fyrr, hafði
ég kynni af Þorkeli þar til hann
tók meistarapróf sitt 1927. Ég minn-
ist hans ávallt sem vinar og bróður,
hvenær sem við höfðum nokkurt
samband okkar í milli. En fleirum
hefur hann virzt vel en mér, því
þegar á stúdentsárum sínum kusu
stúdentar hann í trúnaðarstöður,
síðar var hann gerður bókavörður,
prófessor og háskólarektor, af því
að menn treystu honum í þessar
stöður. Haraldur Bessason, prófessor
í Winnipeg, er verið hafði nemandi
Þorkels í fimm vetur, skrifar: „Ég
á ekkert um hann nema góðar minn-
ingar. Hann reyndist nemendum
sínum vel í hvívettna og var alltaf
þess búinn að leysa vandræði þeirra,
bæði fyrir og eftir próf. Þorkell var
alls staðar og af öllum virtur að
verðleikum."
Þorkell Jóhannesson var fæddur
6. desember 1895, þar sem heitir
undir Fjalli í Aðaldal, Suður-Þing-
eyjarsýslu. Faðir hans, Jóhannes
Þorkelsson, var þar bóndi og hrepp-
stjóri og sat í tvíbýli við Indriða
Þorkelsson, bróður sinn, er bæði var
mikill fræðimaður (ættfræðingur og
sagnaritari) og gott skáld. Þorkell
faðir þeirra var Guðmundsson frá
Sílalæk, bróðir Sigurbjargar, móður
þeirra Guðmundar og Sigurjóns
Friðjónssona. Indriði gaf út eina
ljóðabók, Baugabroi (1939) á gamals
aldri, en þar í var líka eitt ágætt
ljóð eftir föður Þorkels, ort skömmu
fyrir dauða hans (1929). Sýnilega