Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 23

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 23
DR. STEFÁN EINARSSON: Þorkell Jóhannesson 6. desember 1895—31. oklóber 1960 Mikil ótíðindi voru það, er ég las í Lögbergi-Heimskringlu 10. nóvem- ber, að Dr. Þorkell Jóhannesson, rektor Háskóla Islands, hefði látizt úr hjartabilun 31. október síðastlið- inn. Þegar ég kvaddi hann 8. október í haust, var hann hinn kátasti og hraustasti að sjá. Vonandi hefir hann fengið skjótt og hægt andlát. Minnst du hur ödet oss förde till hopa! Við hittumst fyrst vorið 1913, er ég fór norður til Akureyrar að taka próf upp í þriðja bekk Gagn- fræðaskólans, þá hafði Þorkell setið í öðrum bekk um veturinn, en hann stundaði nám í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri veturinn 1912-13 og eftir nýjár 1914. Við lukum svo báðir gagnfræðaprófi vorið 1914. Hafði hann þá setið einn og hálfan vetur í Gagnfræðaskólanum, en ég einn, en hvorugur okkar varð langskóla- genginn, því ég sat aðeins einn vet- ur í menntaskóla, las svo fimmta og sjötta bekk á einum vetri með stú- dentsprófi 1917, en hann kom aldrei í Menntaskólann, en las allan skóla- lærdóm heima og tók stúdentspróf 1922. Höfum við því báðir haft jafn- langa skólavist til stúdentsprófs: tvo vetur. Mig rámar til að hafa kennt honum eitthvað til stúdentsprófs og þegið þar fyrir Gluniarne, sem síðar spiluðust upp til agna. Síðan urðum við samstúdentar í Háskólanum, og þótt ég lyki mínu prófi fyrr, hafði ég kynni af Þorkeli þar til hann tók meistarapróf sitt 1927. Ég minn- ist hans ávallt sem vinar og bróður, hvenær sem við höfðum nokkurt samband okkar í milli. En fleirum hefur hann virzt vel en mér, því þegar á stúdentsárum sínum kusu stúdentar hann í trúnaðarstöður, síðar var hann gerður bókavörður, prófessor og háskólarektor, af því að menn treystu honum í þessar stöður. Haraldur Bessason, prófessor í Winnipeg, er verið hafði nemandi Þorkels í fimm vetur, skrifar: „Ég á ekkert um hann nema góðar minn- ingar. Hann reyndist nemendum sínum vel í hvívettna og var alltaf þess búinn að leysa vandræði þeirra, bæði fyrir og eftir próf. Þorkell var alls staðar og af öllum virtur að verðleikum." Þorkell Jóhannesson var fæddur 6. desember 1895, þar sem heitir undir Fjalli í Aðaldal, Suður-Þing- eyjarsýslu. Faðir hans, Jóhannes Þorkelsson, var þar bóndi og hrepp- stjóri og sat í tvíbýli við Indriða Þorkelsson, bróður sinn, er bæði var mikill fræðimaður (ættfræðingur og sagnaritari) og gott skáld. Þorkell faðir þeirra var Guðmundsson frá Sílalæk, bróðir Sigurbjargar, móður þeirra Guðmundar og Sigurjóns Friðjónssona. Indriði gaf út eina ljóðabók, Baugabroi (1939) á gamals aldri, en þar í var líka eitt ágætt ljóð eftir föður Þorkels, ort skömmu fyrir dauða hans (1929). Sýnilega
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.