Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 63
UPPLÝSING EÐA NÝ-KLASSÍK Á ÍSLANDI
45
Aftur á móti voru aðrir hættir
Eggerts nýir; þar með frægasti
tízkuháttur aldarinnar, hinir frönsku
alexandrínar. í grein um „Að yrkja
á íslenzku“ (Riígerðakorn 1959, bls.
27) segist prófessor Jón Helgason
ekki minnast þess að hafa nokkurn
tíma séð íslenzka vísu með alexandr-
ínskum hætti, en tilfærir vísu eftir
Holberg til dæmis:
Jeg taler om en Mand, hvis Skiebne
og Bedrifter
bör billig tegnes an blandt alle
Folkets Skrifter,
Jeg sjunger om en Helt, den store
Peder Paars
som to en Rejse for fra Kallunborg
til Aars.
Hér eru tvö fyrstu vísuorðin ó-
stýfð með 13 samstöfum, en tvö hin
síðustu stýfð með 12 (6 -)- 6) samstöf-
um. Óstýfðu vísuorðin enda á veikri
samstöfu (er), þau stýfðu á einni
sterkri (Paars : Aars).
Fyrra afbrigðið (13 samstöfur) hef
ég enn ekki rekizt á í íslenzkum
skáldskap. En hið síðara (6 -)- 6) rakst
ég fyrst á í íslenzku erfiljóði eftir
séra Brynjólf Halldórsson á Kirkju-
í Hróarstungu við jarðarför hans
sumarið 1737, en ort af séra Guð-
oiundi Eiríkssyni í Hofteigi á Jökul-
dal:
^jóðskáld eitt þessa lands / þar
fyrir lagðist skárst.
Verkin það vitna hans / víða þar
menjar sjást.
Sætan með sálma tón / semja oft
ljóðin vann.
Nú lambsins nærri trón / nýjan
dikt syngur hann.
Þetta var ellefu árum eftir að
Eggert fæddist og hefur hann tæp-
lega verið farinn að kveða alexandr-
ína þá. En í Kvæðum hans eru þeir
á „Vínleika-brag“ (bls. 142):
Farið á fætur brátt / frestin er
ekki par
vínviðs hefjendur hátt / hofgyðjur
Bakkusar!
Eins hvörja signdi sér / sá guð
ölva dans.
Upp skuluð allir þér / eybyggjar
Thýla-lands.
Enn fremur eru alexandrínar með
öðrum vísuorðum ólíkum í „Leiðar-
steinn góðra farmanna í hafvillum
heims þessa“ (Kvæði, bls. 56):
Syrtir að eljum enn / en nóttin fer
í hönd
eldflögur óttast menn / og fleiri
myrkra grönd;
hvar mun ég hæli finna / hér á
bersvæðis eyðiströnd.
Enn fremur notaði Jón Þorláks-
son alexandrína mjög á erfiljóðum.
Má vel vera, að hann hafi lært það
af Austfirðingum, því það var aust-
firzkur fræðimaður, þótt eigi titlaði
hann sig hærra en „barnauppfræð-
ari“. Hans Evertson Wíum, sem
fyrstur manna þekkti háttinn og
talaði um vora „íslenzku alexandr-
ína“, enda notaði hann þá sjálfur á
vönduð erfiljóð.
Þýðingarnar komu síðar og voru
flestar gerðar af hinum ágæta þýð-
anda Jóni Þorlákssyni, en líka af
öðrum, eins og Magnúsi Stephensen
og Benedikt Gröndal, eldra. Þær
táknuðu innflutning mikilla menn-