Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 63

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 63
UPPLÝSING EÐA NÝ-KLASSÍK Á ÍSLANDI 45 Aftur á móti voru aðrir hættir Eggerts nýir; þar með frægasti tízkuháttur aldarinnar, hinir frönsku alexandrínar. í grein um „Að yrkja á íslenzku“ (Riígerðakorn 1959, bls. 27) segist prófessor Jón Helgason ekki minnast þess að hafa nokkurn tíma séð íslenzka vísu með alexandr- ínskum hætti, en tilfærir vísu eftir Holberg til dæmis: Jeg taler om en Mand, hvis Skiebne og Bedrifter bör billig tegnes an blandt alle Folkets Skrifter, Jeg sjunger om en Helt, den store Peder Paars som to en Rejse for fra Kallunborg til Aars. Hér eru tvö fyrstu vísuorðin ó- stýfð með 13 samstöfum, en tvö hin síðustu stýfð með 12 (6 -)- 6) samstöf- um. Óstýfðu vísuorðin enda á veikri samstöfu (er), þau stýfðu á einni sterkri (Paars : Aars). Fyrra afbrigðið (13 samstöfur) hef ég enn ekki rekizt á í íslenzkum skáldskap. En hið síðara (6 -)- 6) rakst ég fyrst á í íslenzku erfiljóði eftir séra Brynjólf Halldórsson á Kirkju- í Hróarstungu við jarðarför hans sumarið 1737, en ort af séra Guð- oiundi Eiríkssyni í Hofteigi á Jökul- dal: ^jóðskáld eitt þessa lands / þar fyrir lagðist skárst. Verkin það vitna hans / víða þar menjar sjást. Sætan með sálma tón / semja oft ljóðin vann. Nú lambsins nærri trón / nýjan dikt syngur hann. Þetta var ellefu árum eftir að Eggert fæddist og hefur hann tæp- lega verið farinn að kveða alexandr- ína þá. En í Kvæðum hans eru þeir á „Vínleika-brag“ (bls. 142): Farið á fætur brátt / frestin er ekki par vínviðs hefjendur hátt / hofgyðjur Bakkusar! Eins hvörja signdi sér / sá guð ölva dans. Upp skuluð allir þér / eybyggjar Thýla-lands. Enn fremur eru alexandrínar með öðrum vísuorðum ólíkum í „Leiðar- steinn góðra farmanna í hafvillum heims þessa“ (Kvæði, bls. 56): Syrtir að eljum enn / en nóttin fer í hönd eldflögur óttast menn / og fleiri myrkra grönd; hvar mun ég hæli finna / hér á bersvæðis eyðiströnd. Enn fremur notaði Jón Þorláks- son alexandrína mjög á erfiljóðum. Má vel vera, að hann hafi lært það af Austfirðingum, því það var aust- firzkur fræðimaður, þótt eigi titlaði hann sig hærra en „barnauppfræð- ari“. Hans Evertson Wíum, sem fyrstur manna þekkti háttinn og talaði um vora „íslenzku alexandr- ína“, enda notaði hann þá sjálfur á vönduð erfiljóð. Þýðingarnar komu síðar og voru flestar gerðar af hinum ágæta þýð- anda Jóni Þorlákssyni, en líka af öðrum, eins og Magnúsi Stephensen og Benedikt Gröndal, eldra. Þær táknuðu innflutning mikilla menn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.