Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 25
ÞORKELL JÓHANNESSON
7
Þorkell bókavörður. Átti Barði að
skrifa I. bindi fram að 1100, þá Árni
II.-III. frá Sturlungaöld til siða-
skipta, þá Páll Eggert IV. bindi um
siðaskiptaöld og V. bindi um seytj-
ándu öld. Þá áttu þeir Páll og Þor-
kell að skipta með sér átjándu öld-
inni í VI. bindi, svo að Páll skrifaði
um tímabilið 1700-1750, en Þorkell
um tímann 1750-1770; þetta bindi
kom út 1943. Næst lauk Páll, sem
sjaldan var lengi að litlu, við IV.
bindi sitt um siðaskiptaöldina, það
kom út 1944. Þá lauk Þorkell við
VII. bindið um upplýsingaröldina,
1770-1830. Það kom út 1950 og kvaðst
Þorkell hafa verið 5 ár að skrifa
það. Enn liðu önnur fimm ár þar
til Jónas frá Hriflu lyki við annað
bindi sitt um Fjölnismenn og Jón
Sigurðsson, 1830-74, eða réttara sagt
um skáldin á þesssu tímabili, en
annar hluti af því VIII. bindi er
enn óskrifaður. Loks skrifaði Magn-
ús Jónsson guðfræðiprófessor sögu
tímabilsins 1874-1903, tvö IX. bindi
um landshöfðingjatímabilið, þessi
bindi komu út 1957 og 1958. Barði
Guðmundssson og Árni Pálsson dóu
frá sínum bindum, svo fornöldin er
enn óskrifuð. Jónas segir frá því í
formála sínum, að þetta hafi átt
að vera persónusaga í líkingu við
íslendingasögur og Siurlungu, og í
líkingu við bækur Páls Eggerts um
siðaskiptamennina, og þá eigi að-
eins um valdsmenn eða ráðamenn
ríkis og kirkju, heldur líka um skáld,
rithöfunda og bækur þeirra. Má
segja, að Þorkell hafi í sínum bind-
um fylgt Páli í efnismeðferð, en
hann skrifaði sinn einkennilega
þingeyska stíl, sem oft var fyndinn
°g skemmtilegur. Svipuð glettni í
stíl kemur oft fram í Tryggva Gunn-
arssyni, I. Bónda og iimburmanni
(1955), en sú saga átti að vera í
þrem bindum mjög ítarlegum, sem
fyrir þá sök er ekki alltaf jafn-
skemmtileg aflestrar. Það var mjög
vel til valið, að Þorkell skyldi skrifa
sögu Tryggva, þar sem báðir voru
á sínum tíma hæstráðendur í Þjóð-
vinafélaginu, og óvíst að Tryggvi
hafi nokkurn tíma haft betri bæk-
ur á boðstólum en Rii Stephans G.
Árið 1936 var Þorkell kosinn rit-
stjóri Andvara og Almanaks Þjóð-
vinafélagsins; réði hann síðan mest
um störf og stefnu félagsins til
dauðadags. Árið áður, 1935, höfðu
þau hjónin Rögnvaldur Pétursson
og Hólmfríður verið í heimsókn til
átthaganna. Vel má vera, að þá hafi
ráðizt að Bréf og riigerðir Stephans
G. Stephanssonar yrðu útgefnar af
Þjóðvinafélaginu; kom fyrsta bindi
1939, en Þorkell sá um útgáfuna.
Fjórða og síðasta bindi kom 1948.
Síðan gaf Þorkell enn út allar And-
vökur Stephans og komu þær fyrir
1960. Þetta var langmerkilegasta út-
gáfa Þorkels og var gott, að hún
var svo fljótt og vel af hendi leyst.
Vel má það hafa verið í sambandi
við þessa útgáfu að Þorkell fór vest-
ur um haf skömmu eftir stríð síðara
að heimsækja frændkonu sína —
Rögnvaldur var þá dáinn. Var það
fyrsta för hans vestur um hafið og
kom hann þá við hjá mér í Balti-
more um haustið. í þeirri ferð tók
hann að sér að velja og búa til
prentunar safn af ræðum séra Rögn-
valds Péturssonar, sem nefnt var
Fögur er foldin, var gefin út á
kostnaðar Menningarsjóðs 1950.
Síðar (1960) bauð Bandaríkja-
stjórn honum vestur og kom
hann þá aftur við hjá mér um