Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 25

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 25
ÞORKELL JÓHANNESSON 7 Þorkell bókavörður. Átti Barði að skrifa I. bindi fram að 1100, þá Árni II.-III. frá Sturlungaöld til siða- skipta, þá Páll Eggert IV. bindi um siðaskiptaöld og V. bindi um seytj- ándu öld. Þá áttu þeir Páll og Þor- kell að skipta með sér átjándu öld- inni í VI. bindi, svo að Páll skrifaði um tímabilið 1700-1750, en Þorkell um tímann 1750-1770; þetta bindi kom út 1943. Næst lauk Páll, sem sjaldan var lengi að litlu, við IV. bindi sitt um siðaskiptaöldina, það kom út 1944. Þá lauk Þorkell við VII. bindið um upplýsingaröldina, 1770-1830. Það kom út 1950 og kvaðst Þorkell hafa verið 5 ár að skrifa það. Enn liðu önnur fimm ár þar til Jónas frá Hriflu lyki við annað bindi sitt um Fjölnismenn og Jón Sigurðsson, 1830-74, eða réttara sagt um skáldin á þesssu tímabili, en annar hluti af því VIII. bindi er enn óskrifaður. Loks skrifaði Magn- ús Jónsson guðfræðiprófessor sögu tímabilsins 1874-1903, tvö IX. bindi um landshöfðingjatímabilið, þessi bindi komu út 1957 og 1958. Barði Guðmundssson og Árni Pálsson dóu frá sínum bindum, svo fornöldin er enn óskrifuð. Jónas segir frá því í formála sínum, að þetta hafi átt að vera persónusaga í líkingu við íslendingasögur og Siurlungu, og í líkingu við bækur Páls Eggerts um siðaskiptamennina, og þá eigi að- eins um valdsmenn eða ráðamenn ríkis og kirkju, heldur líka um skáld, rithöfunda og bækur þeirra. Má segja, að Þorkell hafi í sínum bind- um fylgt Páli í efnismeðferð, en hann skrifaði sinn einkennilega þingeyska stíl, sem oft var fyndinn °g skemmtilegur. Svipuð glettni í stíl kemur oft fram í Tryggva Gunn- arssyni, I. Bónda og iimburmanni (1955), en sú saga átti að vera í þrem bindum mjög ítarlegum, sem fyrir þá sök er ekki alltaf jafn- skemmtileg aflestrar. Það var mjög vel til valið, að Þorkell skyldi skrifa sögu Tryggva, þar sem báðir voru á sínum tíma hæstráðendur í Þjóð- vinafélaginu, og óvíst að Tryggvi hafi nokkurn tíma haft betri bæk- ur á boðstólum en Rii Stephans G. Árið 1936 var Þorkell kosinn rit- stjóri Andvara og Almanaks Þjóð- vinafélagsins; réði hann síðan mest um störf og stefnu félagsins til dauðadags. Árið áður, 1935, höfðu þau hjónin Rögnvaldur Pétursson og Hólmfríður verið í heimsókn til átthaganna. Vel má vera, að þá hafi ráðizt að Bréf og riigerðir Stephans G. Stephanssonar yrðu útgefnar af Þjóðvinafélaginu; kom fyrsta bindi 1939, en Þorkell sá um útgáfuna. Fjórða og síðasta bindi kom 1948. Síðan gaf Þorkell enn út allar And- vökur Stephans og komu þær fyrir 1960. Þetta var langmerkilegasta út- gáfa Þorkels og var gott, að hún var svo fljótt og vel af hendi leyst. Vel má það hafa verið í sambandi við þessa útgáfu að Þorkell fór vest- ur um haf skömmu eftir stríð síðara að heimsækja frændkonu sína — Rögnvaldur var þá dáinn. Var það fyrsta för hans vestur um hafið og kom hann þá við hjá mér í Balti- more um haustið. í þeirri ferð tók hann að sér að velja og búa til prentunar safn af ræðum séra Rögn- valds Péturssonar, sem nefnt var Fögur er foldin, var gefin út á kostnaðar Menningarsjóðs 1950. Síðar (1960) bauð Bandaríkja- stjórn honum vestur og kom hann þá aftur við hjá mér um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.