Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 78
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
— Nei. Það er fótatak landnema
liðinnar tíðar.
— Og víst er báturinn hérna merki
um líf, þó ekki sjái til sjóvar og eng-
inn sigli eyðisand.
— „Fjarað hafa fjörutíu árin
Fyrstu af landi og byggðum sandi
Sjór er var áður sigldur fari
Siginn út og í djúpið hniginn.“
— „Formaður snjall og frægri öllum
Feri heilu kominn úr veri:
Reri þar unz þornaði sjórinn
Þannig strandaði hann á landi.“
— Svo munu íslenzkir landnáms-
menn einir siglt hafa.
— „Voru þeir að verki
Undir víkings merki
Að nýjum sáttmála
Allt til náttmála,
í fiskiveri
Á flæðiskeri.“
— Og vel gekk sá til verks, sem
smíðaði þetta far. Eftir barning í
mótbyr margra ára og hrakning og
strand um haf og sanda, ber það
enn merki smiðsins hetjulundar
og hagra handa hans.
— Þetta skip er sveinsstykki ein-
virkjans og lífgjafi landnemans. —
„Það sem aldrei áður var og aldrei
framar deyr.“
Hvað kemur til, að gamall bátur
hér á sandinum stígur okkur til höf-
uðs eins og kvæði eftir stórskáld?
— (Sólarbjartur) „heiður himinn
hvelfist yfir Sandy Bar.“
— Sandy Bar er Sandy Bar að-
eins að nafninu til. Þar er stór skóg-
ur: Þar er Winnipeg-vatn. Þar ger-
ast þrumuveður, flóð og fár.
— Mikið skáld er Guttormur, að
flytja okkur út á Sandy Bar, án þess
að færa okkur héðan úr stað.
í för með skáldi, veit maður aldrei
hvar lendir. Guttormur er krafta-
skáld og kom öllu Nýja íslandi fyrir
á Sandy Bar, og orti erfiljóð eftir
landnemana úr öllu saman. En nú
hefur annað skáld farið líkt að, og
málað erfljóðið: GIMLI — nýtt
„Sandy Bar“.
— Gimli! Maður lifandi! Gimli
er sumarbústaður og í uppgangi.
Þar eru framfarir, bissnes og
búmms. Á svona fögrum sumardegi
sést urmull gestanna sitja, liggja,
hlaupa og hringsóla hvar sem litið
verður. Fram og aftur, þvers og
kruss, bruna bílabreiður eftir stræt-
unum; og vatnið er morandi í usl-
andi, buslandi, vaðandi, svamlandi,
syndandi mönnum, kvinnum og
krökkum. í loftinu kveður við bíla-
flaut, skrölt og skellir, hlátrar og
og hátal, og frá vatninu berst prútt-
prútt bátamótoranna, sem þeyttir
væru hundrað hrossabrestir. En
hingað berst ekki hljóð að eyra; og
svo er aðgerðaleysið átakanlegt, að
þetta eina mannvirki, bátrekaldið,
er rúið öllum merkjum til fram-
kvæmda. Það er ræðalaust, áralaust,
siglulaust, stýrislaust og vélarlaust
— enda Winnipeg-vatn hvergi að
líta.
— Eitthvað vottar fyrir flæðar-
máli hérna fyrir sunnan okkur, þó
sjálft vatnið sjáist ekki. — Víst er
svo, að ekki er hér allt með felldu.
— Eða þessi þögn og algert að-
gerðaleysi!