Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 78

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 78
60 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA — Nei. Það er fótatak landnema liðinnar tíðar. — Og víst er báturinn hérna merki um líf, þó ekki sjái til sjóvar og eng- inn sigli eyðisand. — „Fjarað hafa fjörutíu árin Fyrstu af landi og byggðum sandi Sjór er var áður sigldur fari Siginn út og í djúpið hniginn.“ — „Formaður snjall og frægri öllum Feri heilu kominn úr veri: Reri þar unz þornaði sjórinn Þannig strandaði hann á landi.“ — Svo munu íslenzkir landnáms- menn einir siglt hafa. — „Voru þeir að verki Undir víkings merki Að nýjum sáttmála Allt til náttmála, í fiskiveri Á flæðiskeri.“ — Og vel gekk sá til verks, sem smíðaði þetta far. Eftir barning í mótbyr margra ára og hrakning og strand um haf og sanda, ber það enn merki smiðsins hetjulundar og hagra handa hans. — Þetta skip er sveinsstykki ein- virkjans og lífgjafi landnemans. — „Það sem aldrei áður var og aldrei framar deyr.“ Hvað kemur til, að gamall bátur hér á sandinum stígur okkur til höf- uðs eins og kvæði eftir stórskáld? — (Sólarbjartur) „heiður himinn hvelfist yfir Sandy Bar.“ — Sandy Bar er Sandy Bar að- eins að nafninu til. Þar er stór skóg- ur: Þar er Winnipeg-vatn. Þar ger- ast þrumuveður, flóð og fár. — Mikið skáld er Guttormur, að flytja okkur út á Sandy Bar, án þess að færa okkur héðan úr stað. í för með skáldi, veit maður aldrei hvar lendir. Guttormur er krafta- skáld og kom öllu Nýja íslandi fyrir á Sandy Bar, og orti erfiljóð eftir landnemana úr öllu saman. En nú hefur annað skáld farið líkt að, og málað erfljóðið: GIMLI — nýtt „Sandy Bar“. — Gimli! Maður lifandi! Gimli er sumarbústaður og í uppgangi. Þar eru framfarir, bissnes og búmms. Á svona fögrum sumardegi sést urmull gestanna sitja, liggja, hlaupa og hringsóla hvar sem litið verður. Fram og aftur, þvers og kruss, bruna bílabreiður eftir stræt- unum; og vatnið er morandi í usl- andi, buslandi, vaðandi, svamlandi, syndandi mönnum, kvinnum og krökkum. í loftinu kveður við bíla- flaut, skrölt og skellir, hlátrar og og hátal, og frá vatninu berst prútt- prútt bátamótoranna, sem þeyttir væru hundrað hrossabrestir. En hingað berst ekki hljóð að eyra; og svo er aðgerðaleysið átakanlegt, að þetta eina mannvirki, bátrekaldið, er rúið öllum merkjum til fram- kvæmda. Það er ræðalaust, áralaust, siglulaust, stýrislaust og vélarlaust — enda Winnipeg-vatn hvergi að líta. — Eitthvað vottar fyrir flæðar- máli hérna fyrir sunnan okkur, þó sjálft vatnið sjáist ekki. — Víst er svo, að ekki er hér allt með felldu. — Eða þessi þögn og algert að- gerðaleysi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.