Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 74
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
glápa á brasklistarmyndir af nökt-
um Venusum og Herkúlesum, er
víða sjást á margra fermetra rönd-
reistum flökum við þjóðveginn.
— Víst erum við eitthvað að list-
fræðast; og því spyr ég meistarann,
hvort brasklistmálarar praktiseri
ekki abstraktið?
Héðin: Sei, sei, jú. Allt abstrakt
truflar skynsemina og er þess vegna
nauðsynlegt, þegar auglýsingartext-
inn er bersýnilega lygi. Einnig til-
heyrir allt dekór brasklistinni, og
er það að mestu leyti í abstraktstíl.
Til dæmis má taka línólíumdúka;
og verður oft ekki séð milli listfeg-
urðar á eldhúsgólfi og frægu hrein-
listmálverki. Innan sviga: Raun-
verulega á nýmyndlistin bissnesinu
allt að þakka. Það eitt gerði mynd-
listarkennslu í skólunum ábatasamt
fyrirtæki, sem verður í askana lát-
ið, og þar með æskileg námsgrein.
Allt er þetta inn mesti fróðleik-
ur; þó við, ólistlærð, finnum ekki
snefil af skáldskap í speki meistar-
ans. Líklega erum við of gömul til
að meta ný-list, hvað þá nema
hana. En ekki megum við gefast
upp við svo búið. Þó dasaðir séum,
ber okkur að leita frekari fræðslu
í heimi hreinnar listar.
III.
Vitinu fjær, skynjum við and-
lega, að við erum komin inn á ný-
listarsýningu. Og er hátt til þekju
og vítt til veggja í sýningarskálan-
um. Hér samanstendur hver flötur
af ótölu fjölhliða marghyrninga; og
ræður hvergi lóðrétta né lárétta.
Allt er nefnilega á skjön og ská. Al-
deilis óumræðileg listaverk hylja að
mestu alla veggi, sem eru ekki síður
ótölu og fjölstrendir en efnispjötlur
hvers þeirra um sig. Sama lýsing
gildir um loft og gólf, nema hvað
þeirra ská-og-skjönfletir eru gasa-
lega útflúraðir í abstraktstíl. Mundi
allt þetta augum mínum ofraun og
skilningi sömuleiðis, væri ég ekki
lítillega þjálfaður fyrir að hafa
grannskoðað listmynd, sem ég á eft-
ir Sólon íslandus, og lesið Sigurð
Vilhjálmsson. Hér er margt um
manninn, en gætir lítils í víðáttunni.
Hér er og fræðarinn, og hefur líkt
starf á hendi og meistari Héðin.
Hann er mjög á ferðinni og fræðir
fólkið í krafti. En fólkið eltir hann
á röndum, og sperrir upp augu og
eyru, svo það missi ekki af upp-
fræðslunni. Heyra hann færri en
vilja, en fá uppbót á því hjá læri-
sveinum fræðarans, sem eru á víð
og dreif um salinn. Eru þeir mjög
svo alltilegir og fróðir að sama skapi.
Og stendur ekki á svari hjá þeim,
þó fávís spyrji. Undrandi stari ég
á ósköpin og voga mér ekki út í
þau, og staðnæmist upp við vegg
skammt frá dyrunum. Við hlið mína
stendur glansandi silfurminkur,
krýndur flíkum eða hatti, er líkist
snoturri stararsátu. Mun ástand mitt
ömurlegra en gerzt hefur í Kefla-
vík, og ég ófær til að færa í letur
nema slitur af því, sem fyrir augu
og eyru ber.
Fræðarinn: Fyrrum streittust
skáldin við að rumska við tilfinn-
ingum og skilningi fólksins, og koma
öllu andlegu, svo sem trú von og
pólitík á ringulreið. Af því leiddi
uppþotin í Evrópu um miðja 19. öld-
ina, og annað böl ... Rósenberg ...
— Stendur ekki þessi mynd á
hausnum?