Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 74

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 74
56 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA glápa á brasklistarmyndir af nökt- um Venusum og Herkúlesum, er víða sjást á margra fermetra rönd- reistum flökum við þjóðveginn. — Víst erum við eitthvað að list- fræðast; og því spyr ég meistarann, hvort brasklistmálarar praktiseri ekki abstraktið? Héðin: Sei, sei, jú. Allt abstrakt truflar skynsemina og er þess vegna nauðsynlegt, þegar auglýsingartext- inn er bersýnilega lygi. Einnig til- heyrir allt dekór brasklistinni, og er það að mestu leyti í abstraktstíl. Til dæmis má taka línólíumdúka; og verður oft ekki séð milli listfeg- urðar á eldhúsgólfi og frægu hrein- listmálverki. Innan sviga: Raun- verulega á nýmyndlistin bissnesinu allt að þakka. Það eitt gerði mynd- listarkennslu í skólunum ábatasamt fyrirtæki, sem verður í askana lát- ið, og þar með æskileg námsgrein. Allt er þetta inn mesti fróðleik- ur; þó við, ólistlærð, finnum ekki snefil af skáldskap í speki meistar- ans. Líklega erum við of gömul til að meta ný-list, hvað þá nema hana. En ekki megum við gefast upp við svo búið. Þó dasaðir séum, ber okkur að leita frekari fræðslu í heimi hreinnar listar. III. Vitinu fjær, skynjum við and- lega, að við erum komin inn á ný- listarsýningu. Og er hátt til þekju og vítt til veggja í sýningarskálan- um. Hér samanstendur hver flötur af ótölu fjölhliða marghyrninga; og ræður hvergi lóðrétta né lárétta. Allt er nefnilega á skjön og ská. Al- deilis óumræðileg listaverk hylja að mestu alla veggi, sem eru ekki síður ótölu og fjölstrendir en efnispjötlur hvers þeirra um sig. Sama lýsing gildir um loft og gólf, nema hvað þeirra ská-og-skjönfletir eru gasa- lega útflúraðir í abstraktstíl. Mundi allt þetta augum mínum ofraun og skilningi sömuleiðis, væri ég ekki lítillega þjálfaður fyrir að hafa grannskoðað listmynd, sem ég á eft- ir Sólon íslandus, og lesið Sigurð Vilhjálmsson. Hér er margt um manninn, en gætir lítils í víðáttunni. Hér er og fræðarinn, og hefur líkt starf á hendi og meistari Héðin. Hann er mjög á ferðinni og fræðir fólkið í krafti. En fólkið eltir hann á röndum, og sperrir upp augu og eyru, svo það missi ekki af upp- fræðslunni. Heyra hann færri en vilja, en fá uppbót á því hjá læri- sveinum fræðarans, sem eru á víð og dreif um salinn. Eru þeir mjög svo alltilegir og fróðir að sama skapi. Og stendur ekki á svari hjá þeim, þó fávís spyrji. Undrandi stari ég á ósköpin og voga mér ekki út í þau, og staðnæmist upp við vegg skammt frá dyrunum. Við hlið mína stendur glansandi silfurminkur, krýndur flíkum eða hatti, er líkist snoturri stararsátu. Mun ástand mitt ömurlegra en gerzt hefur í Kefla- vík, og ég ófær til að færa í letur nema slitur af því, sem fyrir augu og eyru ber. Fræðarinn: Fyrrum streittust skáldin við að rumska við tilfinn- ingum og skilningi fólksins, og koma öllu andlegu, svo sem trú von og pólitík á ringulreið. Af því leiddi uppþotin í Evrópu um miðja 19. öld- ina, og annað böl ... Rósenberg ... — Stendur ekki þessi mynd á hausnum?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.