Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 50
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
stað, þar sem þeir telja bein hans
hvíla, í Hebron. Þeir viðurkenna
einnig fyrirheitin um að Palestína
skuli vera eign niðja hans um allar
aldir. En þeir benda á, að Isak var
ekki frumgetinn sonur Abrahams,
heldur Ismael, sem hann gat með
ambáttinni Hagar, með góðu sam-
komulagi við Söru konu sína. Hinn
frumgetni sonur hlaut að vera rétt-
mætur erfingi þjóðföðurins, en þeir
rekja ættir sínar einmitt til Ismaels.
Enn fremur benda þeir á þá stað-
reynd, að þegar umskurnarsáttmál-
inn var gerður við Abraham, þá var
það Ismael, sem var umskorinn.
Hann var þá fimmtán ára gamall,
en Isak ófæddur. Eldri bróðirinn og
niðjar hans eru því réttmætir eig-
endur og íbúar Palestínu um allar
aldir.
Um Ismael er sagt, að hann muni
verða ólmur sem villiasni; hönd
hans muni verða á móti hverjum
manni, og hvers manns hönd uppi
á móti honum (I. Mós. 16-12). Þessi
spásögn virðist hafa rætzt að því
leyti, að afkomendur Ismaels, Arab-
ar, hafa löngum verið íbúar eyði-
merkurinnar og eins konar olnboga-
börn í fjölskyldu Abrahams fram á
þennan dag. Margir þeirra eru heim-
ilislausir hirðingjar, sem reika stað
úr stað með hjörðum sínum og búa
í tjöldum úr úlfaldahári. Arabiskir
hirðingjar eru mjög frumstæðir í
lifnaðarháttum sínum. Eyðimörkin
er konungsríki þeirra, úlfaldinn og
hesturinn eru herskipið og eimreið-
in. Þeir láta sér fátt um finnast alla
menningu og tækni nútímans og
bera djúpa fyrirlitningu fyrir
bændalýð og bæjarmönnum, telja
þá hafa fætur fasta við jörð, en
sjálfa sig frjálsa sem fugla loftsins.
Fjöldi Araba er einnig iðnaðar-
og verzlunarmenn og hafa fyrir
löngu samið sig að siðum og hátt-
um vestrænna manna. En þrátt fyrir
útilokunarstefnu fyrri alda og inn-
byrðis deilur eru Arabar nú betur
sameinaðir en nokkru sinni fyrr.
Þjóðerniskennd þeirra hefir vaknað
fyrir alvöru, einmitt í sambandi við
hið umdeilda föðurland. Þeir eru
einnig sameinaðir um trú og tungu.
Flestir eru þeir Múhameðstrúar og
tala arabísku eða afbrigði hennar.
Þó eru víða stórir hópar af kristn-
um Aröbum, svo sem í Líbanon, Sýr-
landi, Egyptalandi og í Jerúsalem,
Betlehem og Nazaret í Gyðinga-
landi. Það er talið, að um fimmtíu
milljónir Araba eigi heima í lönd-
unum austan og sunnan við Mið-
jarðarhafið.
Arabar neita því harðlega, að
Gyðingar eigi nokkur sérréttindi í
Palestínu, telja þá ekki eiga neitt
sögulegt tilkall til landsins. Þeir
gera lítið úr sérsamningi þeim, sem
talið er að Drottinn hafi gert við
þá grein fjölskyldunnar, sem frá
Isak er sprottin. Hafi slíkur sér-
samningur verið gerður, þá hafi
þeir sjálfir brotið hann af sér og
hlotið makleg málagjöld. Þeir benda
á, að Gyðingar hafi aftur og aftur
reynt að ná landinu á vald sitt, en
það hafi aldrei tekizt nema um
stundarsakir. Þeir benda á, að fyrsta
innrásin af hálfu Gyðinga var gerð
á dögum Jósúa. Hann náði að vísu
hálendi Júdeu á sitt vald, en frum-
byggjar landsins, forfeður þeirra
sjálfra, héldu strandlengjunni og
sléttunum og bjuggu þar í friði öld
fram af öld. Fyrst lengi voru þeir
sjálfstæðir, en síðan undir stjórn
Rómverja og byzantíska keisara-