Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 65
UPPLÝSING EÐA NÝ-KLASSÍK Á ÍSLANDI
47
enda gerði hann það; en því miður
hætti honum til að skemma þær
*neð sínum þunglamalega eða brokk-
§enga dansk-þýzka stíl. Samt gat
ekki hjá því farið, að hann, annar
eins áhugamaður, skrifaði nokkrar
Hfandi greinar, til dæmis hjartnæmt
lof hans um ljós upplýsingarinnar
°g þungar átölur til manna, sem
fara með fals og róg; en báðar þessar
greinar eru í Vinagleði. Svipaðar
greinar eða betri má finna í Kvöld-
vökum Hannesar Finnssonar. En
hvorugur þessara alþjóðlegu upp-
lýsingarsinna komst með tær þar
sem Espólín hafði hæla í inngöng-
Urn eða yfirlitsgreinum í Árbókum
íslands.
Af óprentuðum greinasöfnum má
nefna tvö; annað safn Jóns faktors
Stefánssonar á Djúpavogi, er heitir
»Aðskiljanlegt nýtt og gamalt, sem
er útlagt úr dönsku eftir ýmsum
Autoribus“. Birti ég grein úr því í
Nordælu (1956), sem ég hélt að væri
eftir Magnús Stephensen, en hún
getur eins vel verið eftir Finn Magn-
ússon ef ekki aðra. Hitt er greina-
safn eftir séra Þorstein Pétursson á
Staðarbakka, prest og píetista, hinn
einlægasta, sem ísland hefur átt.
Meðal margs, sem þessi framúrskar-
andi ötuli og oft leiðinlegi vinnu-
rnaður í víngarði drottins lét frá sér
ara, var greinasafn, er hann kallaði
jjDraumóra“ eða „Ellióra“, því bókin
Var samin á sjötugsaldri höfundar.
Svo segir Jón Helgason í Riigerða-
jornum sínum (1959, bls. 119), en
prsteinn er kunnastur fyrir ævi-
Segu sína mikla, sem nýlega er út-
gefin, en því miður enginn skemmti-
estur eins og ævisögur Jóns ólafs-
sonar Indíafara og séra Jóns Stein-
grímssonar.
Eins og rímur lifðu riddarasögur
eða rómantískar lygisögur góðu lífi
á þessari öld, þrátt fyrir ímugust
kirkju og upplýsingar, að mestu í
fornum stíl, en voru þó stöku sinn-
um sýnilega undir áhrifum frá ein-
hverju nýju frá útlöndum. Um 1756
hafði sænsk skáldsaga, stæld eftir
Robinson Crusoe, verið þýdd og
prentuð á Hólum. Um 1770 var þessi
skáldsaga stæld af séra Jóni Bjarna-
syni presti á Ballará (1721-85) í sögu,
sem hann kallaði Parmes sögu Loð-
inbjarnar. Hún var blendingur úr
lygasögu og hinni nýju skáldsögu,
með ítalskri söguhetju, er lendir á
Grænlandi. Þetta mun vera fyrsta
skáldsagan (novel, roman) rituð á
íslenzku, en þó ekki sú eina rituð á
þessu tímabili. Svo sem við á á
fræðsluöld, sem vildi blanda gagn
yndi (uiile dulci) segja bæði Hannes
og Magnús dæmisögur af dýrum
(eftir Æsóp og aðra), tilfinninga-
samar, stundum nokkuð væmnar,
siðbætandi sögur, stundum af aust-
rænum uppruna, bæði í ljóðum (Gel-
lert) og lausu máli (Marmontel) til
þess að lærdómar þeirra rynnu þeim
mun ljúflegar niður.
í þessu fylgdu þeir frægustu dæm-
um aldarinnar, eða hafði Voltaire
ekki dregið Zadig sinn úr Þúsund
og einni nóii? En vinsældir þessa
mikla austræna æfintýrasafns áttu
skjótt eftir að bera ávöxt norður á
íslandi í ritum æfintýrasagna höf-
undarins, Eiríks Eiríkssonar Lax-
dals (1743-1816). Af Þúsund og einni
nóii lærði hann að gera sér um-
gerðarsögu um fræðandi útópíu, sem
hann kallaði Ólands sögu og fyllti
af æfintýrum. Varð hann þannig for-
ustumaður eigi aðeins skáldsagna-
höfunda á nítjándu öld, þótt áhrifa