Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 33

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 33
SVIPLEIFTUR ÚR SUMARDVÖL Á ISLANDI 15 Jón forseti Sigurðsson mælti sín ör- lagaríku og ódauðlegu eggjanaorð í stjórnfrelsisbaráttu íslendinga: >,Eigi víkja.“ Samstúdentar mínir höfðu sýnt mér þá miklu sæmd að velja mig til þess að hafa orð fyrir þeim á þessu merkisafmæli okkar, °g var mér það vitanlega ljúft hlut- verk að mega með þeim hætti votta okkar gamla og kæra skóla virðingu °g þökk. Og aldrei hefi ég, nema á Þingvöllum 1944 og í Skálholti 1954, staðið í ræðustóli þar sem ég hefi fundið vængjaþyt sögunnar leika mér eins sterklega um vanga og á þessari stundu í hátíðarsal Mennta- skólans. Söguleg helgi hans hitaði mér um hjarta. Það var eins og að ganga undir vígslu til þjónustu við þær hugsjónir, sem salurinn minnti a> frelsishugsjónir, framsóknar- og sjálfstæðisanda. Eg leit yfir fríðan stúdentahópinn, a annað hundrað, sem er talandi vott- Ur um vöxt skólans og viðgang, því við vorum 24 stúdentarnir frá 1920, er við brautskráðumst. Minningarn- ar frá skólaárunum sóttu fast á hug minn. Þá var mikil skáldaöld í skóla, eins og frægt er orðið, og hefir sam- bekkingur okkar í fjórða bekk, Tóm- as Guðmundsson, sem kunnast ljóð- skáld hefir orðið úr þeim stóra hópi unnenda kvæðadísarinnar, lýst því eftirminnilega í þessum ljóðlínum 1 einu hinna snjöllu kvæða sinna: „Þá færðust okkar fyrstu ljóð í letur, því lífið mjög á hjörtu okkar fékk. °§ §eri margir menntaskólar betur: ■Ég minnist sextán skálda í fjórða bekk.“ hefir mikið vatn runn- í mörgum skilningi, Sannarlega til sjávar. síðan við stúdentarnir frá 1920 geng- um niður Skólabrú, vonglaðir og djarfhuga, eins og ungir stúdentar eiga alltaf að vera, því að þeirra er framtíðin, hvers konar gull, sem hún kann að leggja í lófa þeirra, og hvernig sem þeim kann að takast að spinna sinn æviþráð, svo að ég leyfi mér að breyta til um sam- líkinguna. En þegar ég nú af sjónarhóli 40 ára stúdents renni augunum yfir farinn veg, þá verður mér ríkast í huga: Mikil gæfa var það að mega vera íslendingur á fyrra helmingi hinnar tuttugustu aldar, og hafa lif- að hina minnisstæðu og áhrifaríku atburði, sem gerzt hafa í sögu þjóð- arinnar á því tímabili, er náðu há- marki sínu með endurreisn lýðveld- isins fyrir 16 árum síðan. Þá er það eigi síður metnaðar- og fagnaðarefni hverjum sönnum íslendingi, hvar sem hann er búsettur, að minnast þeirra miklu framfara, sem orðið hafa með svo mörgum hætti í ís- lenzku þjóðlífi síðasta aldarhelm- inginn. Þetta hefi ég fundið betur og betur í hverri heimsókn minni til ættjarðarstranda, en ferðin í sumar var fjórða koma mín heim um haf síðan ég fluttist til Vesturheims fyr- ir 39 árum. 17. júní í Reykjavík Yfir þjóðhátíðardegi íslands, 17. júní, hvílir mikill ljómi í hugum allra íslendinga. Það er þá einnig óblandið fagnaðarefni hverjum ís- lendingi, sem búsettur er erlendis, að geta verið heima á ættjörðinni þann söguríka og sigurbjarta dag. Á síðastliðnu sumri naut ég þeirrar ánægju í þriðja sinn síðan lýðveldið var endurreist 1944.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.