Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 64
46 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ingarverðmæta, sem átti sér enga hliðstæðu frá því á dögum siðabótar- sálmanna, þótt sagan endurtæki sig í þýðingum nítjándu og tuttugustu aldar. Þýdd voru ensku skáldin Mil- ton, Pope og Thomsen; norsku skáldin Tullin og Wessel, dönsku skáldin Ewald og Baggesen, þýzku skáldin Gellert og Klopstock. Sumt af kvæðunum var þýtt með dönsk- um milliliðum; (svo „Tilraun“ Popes í þýðingu Jóns Þorlákssonar), en væri þýtt úr frummálum var frum- háttum venjulega fylgt, nema hið ís- lenzka fornyrðislag væri notað, en það var svo notað til að þýða hin heimspekilegu kvæði Popes („Must- eri mannorðsins“, þýðing eftir Bene- dikt Gröndal, „Árstíðirnar“, þýðing eftir Magnús Stephensen), náttúru- kvæði Thomsens, og hin miklu sagnakvæði Miltons og Klopstocks. Þetta voru fyrstu hetjusagnakvæði á íslandi, þýdd á sameiginlegan hátt Bjólfskviðu og Eddu-kvæða og hefðu sennilega látið hinum fornenska Cædmon og hinum fornsaxneska höfundi Heliand kviðu kunnugleg í eyrum, ef þeir hefðu getað hlustað frá hinum kristna himni sínum, eða risið úr gröf sinni. Heimspekisflug sumra þessara kvæða var hvergi að finna í íslenzkum skáldskap utan þeirra, en vera má að þau ásamt há- stemmdri grein Magnúsar Stephen- sens um dýrð stjörnuhiminsins hafi ýtt undir Björn Gunnlaugsson (1788-1876), stærðfræðing og land- fræðing, til að yrkja heimspekikvæði sitt Njólu (1842). Það var engin tilviljun, að norska skáldið Tullin, sem fyrst var þýdd- ur, skyldi draga í stélfjöðrum sínum ensku skáldin Pope og Thomsen, því hann hafði orðið fyrstur til að kynna þessa ensku frjálshyggjumenn og náttúrudýrkendur Norðmönnum og Dönum — en eftir það komu dansk- ar þýðingar af Pope, Young og Mil- ton. En Norðmennirnir Holberg, Tullin og Wessel voru meðtækilegri fyrir ensk og frönsk áhrif en Danir, sem eins og fyrri daginn voru allir í Þjóðverjum. Þannig dýrkuðu Dan- ir Klopstock svo mjög, að þeir buðu honum að búa í Danmörku (1751). Og dæmisögur Gellerts í ljóðum voru eins vinsælar í Danmörku og þær voru hjá Jóni Þorlákssyni. Af dönsku skáldunum sjálfum voru engir þýddir jafnmikið á íslandi og „útlendingarnir“, ef til vill af því að þeir voru íslendingum auðskild- ari og auðveldara að ná í rit þeirra. Samt er ekki á það að ætla. Wessel hafði töluverð áhrif á samtímamann sinn Sigurð Pétursson, Baggesen á Sigurð Breiðfjörð. Nálægt enda tímabilsins fór Anakreon Norður- landa, K. M. Bellmann (1740-95) að hafa töluverð áhrif á Sigurð Péturs- son. En „Gamli Nói“ var þýddur annaðhvort af séra Eiríki Brynjólfs- syni (1720-83), presti í Miðdal (syni séra Brynjólfs Halldórssonar prests á Kirkjubæ, Tungu) eða af séra Eiríki Bjarnasyni (1704-91), sem flosnaði upp frá prestsstörfum á Þvottá 1 Álftafirði 1755, en var síð- ast prestur í Hvalsnessþingum við Hafnarfjörð. Svo segja Æviskrár. Þegar greinar-(essay)-formið er- lendis breiddi sig eigi aðeins í lausu máli, heldur einnig í skáldskap, hlaut það að berast til íslands og þá auðvitað fyrst í tímaritunum, sem nú voru að spretta úr grasi. Nú var Magnús Stephensen útgefandi þeirra og hafði hann því allra manna bezta aðstöðu til að skrifa greinar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.