Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 110

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 110
92 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Ársskýrsla þjóðræknisdeildarinnar „Siröndin" í Vancouver Aðalfundur „Strandar“ var haldinn 14. janúar 1959 í neðri sal lútersku kirkj- unnar í Vancouver. Þar fór fram stjórn- arkosning fyrir árið 1959, og lagðar voru fram skýrslur um starfsemi félagsins á liðnu ári. Enn fremur voru kosnir endur- skoðendur og fulltrúar í heimilisnefnd „Hafnar“ og í Scandinavian Central Committee. Stjórn og varastjórn 1959: Geir Jón Helgason, forseti Helgi H. Zöega, féhirðir Séra E. S. Brynjólfsson, ritari Þórður Teitsson, fjármálaritari Stefán Eymundsson, varaforseti Gunnbjörn Stefánsson, vararitari Snorri Gunnarsson og Óli Anderson, endurskoðendur Dr. E. J. Friðleifsson og O. Thornton, fulltrúar í Scandinavian Central Committee Gunnlaugur Gíslason, fulltrúi í heim- ilisnefnd „Hafnar". Á fundinum var enn fremur rætt um starfsemi félagsins á nýbyrjuðu ári. Nokkrir almennir félags- og skemmti- fundir voru haldnir á árinu, og voru flestir þeirra vel sóttir og sumir ágæt- lega. Á þessum fundum voru sýndar kvikmyndir og skuggamyndir í litum, sem forseti og hr. Sigurður Hannesson höfðu með sér frá íslandi. Samkomur voru haldnar sumardaginn fyrsta og 17. júní, þar sem fram fóru ræðuhöld, upplestur og söngur. Enn fremur annaðist „Ströndin" um sam- komu, þar sem frú Jakobína Johnson í Seattle sagði frá ferð sinni og dvöl á íslandi síðastliðið sumar, og las hún upp úr ljóðum sínum frumsömdum og þýdd- um. Á almennum félagsfundi 1. des. flutti séra Halldór Kolbeins sóknarprestur í Vestmannaeyjum erindi, er hann kall- aði „Tungan og hamingjan". Hafði hann nokkru áður flutt ávarp og kveðjur frá íslandi. Félagið stóð fyrir almennum dansleik með skemmtiatriðum 19. júní, og var sá dansleikur fjölsóttur og tókst vel. Hlutaveltu með dansi hélt félagið á árinu. Til hennar gáfu verzlanir og einstaklingar góðar gjafir, og gaf hluta- veltan talsvert góðar tekjur. Á öllum félags- og skemmtisamkom- um voru rausnarlegar veitingar bornar fram af félagskonum. Ströndin gaf lútersku kirkjunni ís- lenzku í Vancouver $50.00 í jólagjöf og íslenzka elliheimilinu í Höfn sömu upp- hæð. Allir félags- og skemmtifundir, að undanteknum dansleiknum og hluta- veltunni, voru haldnir í neðri sal ís- lenzku kirkjunnar lútersku. Stjórnarnefnd félagsins hélt nokkra fundi með sér á árinu á heimili forseta, að einum fundi undanteknum, er hald- inn var á heimili varaforseta. Var þar margt rætt um starfsemi félagsins, með- al annars um þá brýnu nauðsyn, að fé- lagið eignaðist sitt eigið samkomuhús til félagsstarfseminnar. Stjórnarnefndar- menn mættu ágætlega á nefndarfundum. Allmargir nýir meðlimir bættust við á árinu, og sýnir það gróanda og vöxt innan félagsins. Bókasafn, sem hefir að geyma 500 ein- tök, er í eign félagsins, og er það tals- vert notað. Stjórnarnefnd 1960 er sem hér segir: G. J. Helgason, forseti S. Eymundsson, varaforseti G. Stefánsson skrifari N. Bergman, varaskrifari H. Zöega, féhirðir R. Rasmundsson, varaféhirðir G. Friðriksson, auglýsingastjóri. f skemmtinefnd eru G. Björnsson og O. Leifsson, og yfirskoðunarmenn eru S. Hannesson og S. Gunnarsson. Geir Jón Helgason, forseti E. S. Brynjólfsson. skrifari. Fjárhagsskýrsla þjóðræknisdeildarinnar „Siröndin" 1959 Tekjur samtals .............. $748.87 Útgjöld samtals ............. $468.18 í sjóði ..................... $280.69 Virðingarfyllst, Helgi Zöega Yfirskoðað og rétt fundið, Snorri Gunnarsson, O. Anderson. Flutningsmaður gerði að tillögu sinni, að skýrslurnar yrðu samþykktar, og var svo gert þegar. Ritari flutti þessu næst ársskýrslu þjóðræknisdeildarinnar „Brúin“ í Sel- kirk. Ársskýrsla deildarinnar „Brúin" í Selkirk 1959 Ársskýrsla deildarinnar er ekki löng að þessu sinni. Á árinu hafa verið haldn- ir fimm fundir, allir fremur vel sóttir. Við höfum haldið tvær samkomur, tom- bólu og „Whist Drive“, og voru þessar samkomur vel sóttar. Við misstum tvær gamlar og góðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.