Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 32
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þess að koma á framfæri kveðjum frá frændum og vinum vestan hafs- ins. „Föðurland vori hálfi er hafið" Þannig farast Erni Arnarsyni skáldi orð í snilldarljóði, og hefir laukrétt að mæla, því að íslenzka þjóðin sækir enn, um annað fram, lífsbjörg sína í hafið, og íslenzkir sjómenn inna að sama skapi af hendi grundvallar hlutverk í þjóðar þágu, með því, eins og Örn skáld sagði fagurlega í öðru kvæði, að: „-----flytja þjóðinni auð, sækja barninu brauð, færa björgin í grunn undir fram- tíðarhöll." Það er því ekki að ófyrirsynju, að íslenzkri sjómannastétt er helgaður sérstakur dagur ársins, Sjómanna- dagurinn, sem síðastliðið vor var haldinn um land allt sunnudaginn 12. júní. Forystumenn samtaka sjó- manna sýndu mér þann sóma að bjóða mér að vera gestur þeirra við hátíðahöldin í Reykjavík, sem fóru fram í sólskini og blíðskaparveðri, svo að ekki varð á betra kosið. Skip- in í höfninni og mörg hús í borginni voru fánum skreytt. Kl. 2 e. h. hóf- ust útihátíðahöld dagsins á Austur- velli. Séra Óskar J. Þorláksson dóm- kirkjuprestur flutti hjartnæma minningarræðu um sjómenn þá, sem látizt höfðu við störf sín á ár- inu frá síðasta Sjómannadegi, en þeir voru 19 talsins. Sannaðist enn sem fyrr, að jafnframt því sem Ægir er oft stórgjöfull við strendur ís- lands, heimtar hann líka miklar fórnir. Að lokinni minningarræð- unni söng Kristinn Hallsson áhrifa- mikinn einsöng. Síðan hófust ræðu- höld. Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra gat þess sérstaklega í eftirtektarverðri ræðu sinni, að veiðiflota landsmanna hefði aldrei bætzt jafnmikill kostur myndar- legra báta búinna fullkomnum tækj- um og síðastliðið ár. Seinna um daginn fór fram kapp- róður á Reykjavíkurhöfn og kepptu tíu skipshafnir. Var skemmtilegt á þann kappleik að horfa, því að kná- lega var róið, og hló mér, gömlum austfirzkum sjómanni, hugur í barmi. Mikill mannfjöldi var við- staddur öll útihátíðahöld dagsins, sem fóru hið bezta fram og sjó- mönnum til sæmdar. Jafnframt því að vera viðstaddur hátíðahöld dagsins, gafst mér tæki- færi til að skoða hið stórmyndar- lega og fagra Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna, Hrafnistu, og ræða þar við gamla, veðurbarna sjógarpa, sem kunnu frá mörgu að segja. Mun löng leit að jafn prýðilegu sjómanna- heimili og Hrafnista er að öllu leyti. Var mér heimsóknin þangað einnig sérstaklega kærkomin, vegna þess að við hjónin höfðum verið gestir við hornsteinslagningu þessa glæsi- lega dvalarheimilis fyrir sex árum. Af sjónarhóli 40 ára stúdents Einn af allra ánægjulegustu at- burðunum í íslandsferð minni var það, að mér gafst kostur á að halda hátíðlegt með samstúdentum mínum frá 1920 fjörutíu ára stúdentsafmæli okkar. Eins og venja er til á slíkum tímamótum vorum við skólasystkin- in viðstödd uppsögn Menntaskólans þ. 15. júní, en hún fór fram nú sem áður í hátíðarsal skólans, hinum sögufræga þjóðfundarsal frá 1851, er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.