Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 45

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 45
SVIPLEIFTUR ÚR SUMARDVÖL Á ÍSLANDI 27 hans fagurlega ár hvert með sam- komu á afmælisdegi hans, og margir synir þeirra hafa borið og bera enn nafn hans að nokkru eða öllu leyti. Frétti ég um einn alnafna hans, sem nú er, muni ég rétt, skipstjóri í Vest- mannaeyjum. Mikil ánægja var mér að því, og terdómsríkt um margt, að koma í Grímsey, og ég vonast til að geta komið þangað aftur og átt þar þá lengri dvöl. Á Þjóðháiíð í Vestmannaeyjum ^ar sem ég hafði heimsótt Gríms- ey> nyrztu byggð á íslandi, hefði það 1 rauninni verið móðgun að gera syðstu byggð landsins, Vestmanna- eyjum, ekki jafn hátt undir höfði í þessari íslandsferð minni. Það Varð líka auðvelt, því að Vestmann- eyingar buðu mér sem gesti sínum °g ræðumanni á hina árlegu Þjóð- hátíð sína föstudaginn og laugar- úaginn 5.-6. ágúst. Mér var það auð- vitað einkar ljúft að þiggja það ágasta boð. Úg hafði að vísu á ferðum milli Austfjarða og Reykjavíkur á skóla- árum mínum komið á land í Vest- mannaeyjum, en ekki átt þar neina úvöl, svo talizt gæti. Nú bar því vel 1 veiði að kynnast eyjunum, sérstak- iega Heimaey, og þá eigi síður Vest- manneyingum sjálfum. Ég flaug til ®yja frá Reykjavík, en það tekur eitthvað hálfan klukkutíma, og var það mjög skemmtilegt, því að bjart- viðri var. Þótti mér fagurt í Eyjum, °g útsýnin þaðan til landsins svip- mikil, enda var veður hið ákjósan- egasta hátíðardagana, hreint og heiðskírt. Sem gömlum sjómanni þótti mér serstaklega ánægjulegt að koma í jafn mikla verstöð og Vestmanna- eyjar eru, mesta verstöð landsins, en þar berst árlega geysimikil björg á land, og að sama skapi leggja Vestmannaeyjar sinn mikla skerf í þjóðarbúið. Af heilum huga ann ég einnig íslenzkum sjómönnum, virði þá og tel mér sóma að því að hafa fyrr á árum um langt skeið verið starfsbróðir þeirra. Jafnframt þekki ég þá af eigin reynd dálítið til bar- áttu þeirra við hafið, sem hvergi nærri er alltaf í sólskinsskapi eins og það var dagana minningaríku, sem ég átti í Vestmannaeyjum í sumar, en rís ósjaldan upp í veldi sínu og ógnarmætti, og er þá ekki við lambið að leika sér. Þá reynir á snarræði, þrek og þrótt, en það hafa Vestmanneyingar og aðrir íslenzkir sjómenn átt og eiga enn í ríkum mæli. En það var Þjóðhátíð Vestmann- eyinga, sem var tilefni heimsóknar minnar og hámark hennar. Ég hafði mikið og gott um hana heyrt, hlakk- aði drjúgum til að vera þar, og varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Þjóðhátíð þessi á sér langa sögu og merka, þar sem hún hefur í raun- inni verið haldin óslitið síðan þjóð- hátíðarárið mikla 1874. Er hún því algerlega einstæð hvað það snertir meðal íslenzkra héraðshátíða. Ég fann því til þess, að ég var þar á sögulegum stað, er ég stóð þar í ræðustóli og horfði yfir hinn mikla mannfjölda, en talið var að 4-5000 manns hefði sótt hátíðina, mikill fjöldi úr Reykjavík og víðar að úr landinu, auk heimamanna. En Þjóðhátíð Vestmanneyinga er einstæð að fleiru leyti heldur en aldrinum og sögulegu samhengi, sem sé því, að allur bærinn flytur bú-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.