Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 41

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 41
SVIPLEIFTUR ÚR SUMARDVÖL Á ÍSLANDI 23 Landið lagi undir fót Ofanskráð fyrirsögn er auðvitað notuð hér í táknrænni merkingu, því að ekki ferðaðist ég “á tveimur jafnfljótum“ neinar langleiðir heima á ættjörðinni síðastliðið sumar, en í öllum nútíðar farartækjum: einka- bílum, langferðabílum, flóabátum, og þó mest í flugvélum landshluta í milli, því að miðað við mannfjölda mun óhætt mega segja, að meira sé flogið á íslandi en víðast hvar ann- ars staðar. Og ekki má ég gleyma jeppabílunum, sem nú eru þar á sveitabæjum um allar jarðir og bændum hin mestu þarfaþing, í rauninni að miklu leyti búnir að taka við af „þarfasta þjóninum.“ Leið mín lá um mikinn hluta landsins, um vestanvert Suðurland, til Vestfjarða, um Norðurland til Austfjarða, út í Grímsey og til Vest- mannaeyja. Og á þessum ferðum mínum var ég yfirleitt óvenjulega heppinn með veður; að vísu fékk ég nokkra þoku- og rigningardaga, en þeir hurfu með öllu í ljóma hinna mörgu sólskinsdaga. Tign íslands, fjölbreytt náttúrufegurð þess og litadýrð, hló mér því við sjónum í ríkum mæli. Á flugferðunum yfir landið þvert og endilangt, að kalla mátti, sá ég skírskorna ásýnd þess brosa við augum, og þá þótti mér mttlandið sannarlega „yfirbragðs- mikið til að sjá“. Allt lét þetta mig finna sterkar til djúpstæðra tengsla minna við þetta fagra og stórbrotna land, sem „líkist engum löndum“, eins og Þorsteinn sagði réttilega og snilldarlega. Og þá er ekki að undra, þótt mynd þess meitlist ógleyman- fega í huga sona þess og dætra og fylgi þeim í vöku og draumi, hvar sem þeir eiga dvöl. Ég gæti, að verðugu, ritað langt mál um ferðir mínar um ísland á liðnu sumri, en rúmið leyfir það eigi; verð ég því að láta mér nægja að lýsa nokkru nánar ferðum mín- um til Grímseyjar og Vestmanna- eyja, sem voru dálítið sérstæðar. Grímseyjarför Yfir Grímsey hefir hvílt ævin- týraljómi í huga mínum allt síðan ég las og lærði söguleg ummæli Ein- ars Þveræings um hana, er Ólafur konungur helgi seildist eftir henni að gjöf til forna. Hafði mér því lengi leikið hugur á því að geta komið þangað, og ekki sízt síðan bréf fóru á milli okkar Magnúsar Símonarson- ar, hreppstjóra þeirra Grímseyinga, og hann hafði látið þá ósk í ljósi, að ég kæmi þangað í íslandsferð minni, ef ástæður leyfðu. Fyrir drengilegan atbeina vina minna á Akureyri, varð sá draumur að veruleika. Laust fyrir hádegið þ. 7. júlí flugum við Árni Bjarnarson bókaútgefandi, séra Pétur Sigur- geirsson, sóknarprestur Grímsey- inga, og Gísli Ólafsson yfirlögreglu- þjónn til Grímseyjar með Tryggva Helgasyni í flugvél hans. Veður var ágætt, en hálfrar stundar flug var til eyjarinnar. í grennd við hana var fjöldi skipa að síld- og fiskveiðum, og er flogið var yfir há strandberg hennar, reis fuglamergðin þaðan í loft upp eins og þykkt ský, svo þétt- setin voru björgin. Greiðlega gekk að lenda á flugvellinum á eyjunni, og dvöldum við þar lengi dags. Þeg- ar við fórum að svipast þar um, var það eitt hið fyrsta, sem vakti athygli mína, hvað grasgefin eyjan er, og er það vitanlega fuglinum að þakka,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.