Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Page 13
UM BÚAKVIÐU OG AFNÁM SÝSLNA.
ferðar. Hann fer ekkert út í það,
livort liafa skuli búakviðu í öðrum
rnálum en sakamálum, svo sem
ekki er von, því það liggur fyrir
utan tilgang'inn í grein Jians, né
heldur hvar og hvenær búakviðu
skuli halda. Hér skal heldur ekk-
ert bollaleggja, hve víðtæka þá
skuli hafa né tilhögun þeirra, held-
ur leyfa þá umræðu, sem eðlilegt
er, blöðum og landsmálamönnum á
Islandi, og láta þá um að ráðfæra
sig við hinar fornu lögbækur vor-
ar um haganlega skipun á þeim og
terminos legales. En vonandi er
það, að á Alþingisafmælinu fái
menn að líta endurvakinn hinn
forna þjóðarbrag með árlegum
vorþingum og leiðum á hinum
fornu þingstöðum hinna fornu
þinga. Því að líkindum reynist
hinn forni þingatími hagfeldastur
til að halda búakviðuna og verður
þá sjálfsagt að taka upp aftur hin
fornu skapþing innan fjórðung-
anna hancla þeim, og' ætti þá jafn-
framt að gera umboðslega skift-
ingu landsins hina sömu og dóms-
málanna, svo að þingin mætti hafa
jafnframt til fyrirtektar og fram-
kvæmdar umboðslegum málum, og
skifting landsins stæði að öllu leyti
á hinum forna sögulega grunni.
Með upptöku búakviða hyrfi
dómsvaldið undan sýslumönnum,
aðalstarf þeirra og veglegasta, og
þeir yrðu þá líklega lagðir af.
Uppboðsþingum, löggæzlu og toll-
lieimtu, sem þeir gegna að nafn-
inu til, er innan handar að koma
fyrir innan hreppa haganlegar og
ódýrar en nú er. En embættis-
launabyrðinni létti að góðum mun
á landinu með afnámi þeirra, og
það kemur sér vel. Heldur ekki
þarf Islendingum að v.era nein eft-
irsjón að sýslumömiunum. Þótt
vér, vitaskuld, eigum mörg merk
nöfn meðal þeirra, og fáein ó-
gleymanleg, þá verður þó vitnis-
burður þeirra yfirleitt sá, að þeir
hafi heldur verið skutilsveinar út-
lends ánauðarvalds, heldur en að
þeir hafi borið skjöld fyrir þjóð
sína. Þeir hafa ekki borið uppi
dæmi liinna góðu goðanna með oss
eins og prestastéttin hefir gert.
Það er mikill munur þeirra stétta.
Prestastéttin liefir alla tíð sopið
súr og seyru með þjóðinni, verið
henni leiðarljós í öngum hennar
með kenningu sinni, og alið upp
með henni íslenzka lund og íslenzkt
þrek með viðhaldi fornra fræða,
og vís hefir hún einatt verið í far-
arbroddi beztu bænda að reyna
að fá umbætur á ókjörum þjóðar-
innar. Hún er svo mikil fyrir sér
og stórskorin, að ekki sér yfir hana
í landinu sjálfu, þótt hnakka kasti
milli herða. Menn verða að kom-
ast út fyrir pollinn, suður í lönd,
til að láta sér skiljast hve göfug og
þjóðleg hún hafi einlægt verið. En
valdsmanna stéttin vor kiknar
helzt við skyldur sínar. Yalds-
mannanna var það, að halda oss
við íslenzk lög, en þeir skeyttu því
minna en skyldi, af vankunnáttu
eða ræktarleysi og dæmdu svo ekki
ósjaldan eftir norskum lögum eða
dönskum. Vér hristum oft Dana-
stjórn milli tannanna fyrir hve
illa einokunarverzlunin hafi farið
með oss, og vorkunn er oss það,
því vér liöfum þar um sárt að