Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Page 16
Brot úr kvœðaflokki.
Eftir porskabít.
I. AHLAUPIÐ.
Dynur í lofti, dynja fjöll,
dimmir á skýja heiöi.
Niöur heyrist í Norðra höll,
nú er víst eitthvaö á seiði,
rífast þar klembruð kólgutröll,
— knefinn er steyttur breiði,—
vaða þau gólf sem gljúpa mjöll,
gnista tönnum af reiði.
Hnútukast þegar hafið er,
hriktir í þursarönnum,
skekinn og hristur skalli hver,
skot þegar bella á glönnum.
Silfur diskar og kristalls ker
kastast um borð í hrönnum.
Hver þar annan bítur og ber,
brotnum ískrar í tönnurn.
Nóg er þá boðið Norðra gram,
nagar hann skjaldar rendur,
veður nú upp í vígaham,
við honum enginn stendur.
Kólgu flögðum í klaka ham
kastar á báðar hendur.
Tryllist æ meir og treður fram,
titra þá Vindsvals lendur.
Hvinur með brestum og hroða gnýr
heyrist frá Elivogum.
Vitstola' að bygðum vættur snýr,
veltist um hjarn með flogum.
Gaddfroðuropa-gusum spýr,
geispar með kliju sogum.
Alt, sem að lifir, undan flýr,
eldgosa sem frá logum.
Verður að dreka vargur ær,
vængjunum skellir löngum.
Sporði til hliðar slettir, slær
slæðuna’ af feMavöngum.
Bæði með klóm og kjafti flær
-kápuna’ af svella spöngum.
Gljúfrabúinn í bóli hlær,
bylur á hallisgöngum.
Hýðir um þekju og húsagafl,
hryktir í inniviðum.
Upp að dyrunúm skefst í skafl
skúmið af mjallar iðum.
Inn með gáttunum gisnu hrafl
gægist í stærstu hviðum.
Oftlega’ er vetrar trölla tafl
tvísýnt, frá báðum hlliðum.
Fönninni sópar eggjum af
illfyglið nið’r í dalinn,
götur og slóða grefur í kaf.
Gistir hjá sauðum smalinn.
Ferðalangur, með stubb af staf,
— stormurinn hrifsaði malinn —
fast við gluggann, þar fólkið svaf,
fanst um morguninn kalinn.
Hamhleypa þessi, hvar sem fer,
hryðjuverk sín ei dylur.
Ofanjarðar því alt, er sér,
undir sig slær og mylur.
Eýsingu þessa’ í líking hér,
lesarinn veit og skilur;
þektur að rnörgu illu er
íslenzkur norðanbylur.
II. BLOTINN.
Stutt er oft hláka’ í harðri tið.
— Helfró í rauna-slag. —
Rigning i nótt, svo nepju hríð,
norðangaddur j dag.
Alt í klamma komið um síð,
kreppir að búsins hag.
Bágara’ en áður, beitin mist,
— blotinn varð haga spjöll.
Snjóinn af efstu hnjótum hrist
hörð fá ei veðra tröll.
Áfreða skelja-skjöldum yzt
sköruð er jörðin öll.
Framundan þegar fellir sér,
flest lætur bóndinn reynt.
Heyið við kýrnar knepja fer,
— konunni því er leynt. —
Það, sern er dregið af þeim, er
ánum og lömbum treint.