Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 19
TVEIR ÞINGEYINGAR.
17
kom á gott sveitaheimili norð-
lenzkt, eftir að “Upp við fossa”,
skáldsaga hans, kom út. Yið tók-
um að ræða um söguna. Konan,
sem var vel gáfuð, en örlynd að
sönnu, spratt upp úr sæti sínu og
skifti litum, undir samræðunni,
svo viðkvæmt var henni málefnið.
Henni liitnaði mest, þegar eg gat
þess, að sagan væri vel gerð, vel
rituð, skáldsaga. “Já,” sagði liún
með glóandi augum, “einmitt
þessvegna er hún hættuleg, sögu-
sköimnin!” —
Nú eru þessar ákærur hjaðnað-
ar niður. En þögult er um “Kit-
safn” Gjallanda, sem út kom s. 1.
ár. Ef til vill eru ritdómarar að
bíða eftir því, að aneira komi út
af ritsmíðum liöfundarins. En ef
þögnin stafar af öðrum! ástæðum,
er hún af illum toga spunnin, þeg-
ar þess er gætt, að busamenni
bókagerðar og leirskáld eru hafin
upp til skýjanna í ritdómum.
Þorgils gjallandi var þess hátt-
ar maður og rithöfundur, að þögn-
inni má ekki líðast að hlaða ofan
á möldir hans einu mosalagi af
öðru. Þeir sem þekkja mismun-
inn á smjöri listarinnar og smjör-
líki hlekbittuiðnaðarins, hljóta að
renna hýru auga til þessa einyrkja,
sem bjó inn við öræfin og tekið
gat undir með Hannesi Hafstein:
“Engum manni önd mín lýtur;
engan mann eg vægðar bið.”
Hann — þ.e. Þorgils — skuldaði
engum fémuni; og hann þurfti ekki
að lúta verkalýðnum, af því að
hann vann heimilisstörfin og fólk-
ið hans: tvær dætur og húsfreyja.
Þorgils var einn þeirra manna,
sem tala mest við sjálfa sig, og þó
ekki nema í hljóði. Maðurinn var
kallaður heldur drambsamur. Ef
til vill hefir limaburður valdið
nokkru um þann dóm og svo fram-
gangan. Hann hafði þá ættar-
fylgju, að vera heldur fattur og
rómurinn nokkuð stuttaralegur.
Sjá mátti á honum, að hann var
ekki auðmjúkur við þá, sem þótt-
ust eiga undir sér auð og völd.
Hann hataði kaupmenn, sem lítils-
virtu bændalýðinn, og klerka, sem
riðu hestum undir spreng og
gegndu embætti til þess eins að
liii’ða launin. Eg veit ekki með
vissu um trúai’skoðanir lxans,
held eg þó, að hann hafi verið að
lokum ti’úaður á eitthvert almætti.
En lítið talaði hann um þau efni
og laus var liann við gáskahjal urn
heilög atriði. Þorgils ritaði fá-
einar blaðagreinai’, og voru þær
afbragðs vel gerðar. Hann náði
með aldrinum valdi á ágætri ís-
lenzku og einkennilegum stíl. Ein-
hver fyi’sta blaðagrein hans var
urn skáldskap St. G. St. í Bjai’ka
Þorsteins Erlingssonar. Hann
iauk lofsoi’ði á skáldskap St. G. og
var hann næstur Jóni Ólafssyni
til að vekja atliygli á því skáldi,
Eg mun hafa verið sá þriðji f röð-
inni. Þorgils mun hafa fundið
skyldleika með sér og St. G. —
báðir frumlegir, báðir einyrkja
bændur, báðir misskildir, eða þó
öllu Iieldur ekki vel skiljanlegir
alþýðu, hvorugur alþýðuskáld, þó
alþýðumenn væru. Þeirra föðui*-
land var í sveitinni, og þó voru
þeir ekki spámenn þar. Það er
gömul saga, sem alt af er ný.