Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Side 23
TVEIR ÞINGEYINGAR.
21
í'æri því >aÖ eins heim, að hann
tiæi. Svo mun hann hafa eyðilagt
það. — Heimilishagir hans vorn
þá þannig, að hann myndi hafa
ritað merkilegt bréf, á þessnm
augnablikum. Hann ritaði góð
bréf, með ágætum frágangi, og
blaðagreinar hans voru sælgæti.
En því miður fáar. Hann hafði
lítinn tíma til þess og ekki gaf
hann sig í kast við deiluhrafna
þjóðmálanna. Stundum ritaði
hann í sveitarblöð og fáeinar ræð-
ur flutti hann við jarðarfarir; ekki
talaði hann á allsherjar mann-
fundum, svo að eg viti grein á
því.
Gjallandi mælti um sjálfan sig í
blaðagrein á þá leið, að liann
“lifði inn við öræfi.” 1 þeim orð-
um felst mikið og margt.
“Þú öræfanna andi,
sem átt hér ríki og völd,
ei’ þekkist þræll af bandi,
í þínu frjálsa landi,
né greifi af gyltum skjöld”,
segir Klettafjallaskáldið. Þar “í
landrýminu” “rúmast vonir
margar” (St. G. St.). En sá, sem
býr við öræfi, verður lúinn, ef
liann liefir engan fyrir sig að bera.
En honum dettur margt gott í
hug. Og hann etur sjálfan sig
upp, verður frumlegur og fastur
í rás.— Ein bezta dýrasaga Gijall-
anda gerist inni á öræfum Ódáða-
hrauns. Þar verður hryssa úti,
sem vill strjúka í átthaga sinn. —
Sú saga hefir undir sér þá horn
steina, að hrossbein fundust á
melhól fram við Herðubreiðar-
lindir. Svo tók skáldið við og
lýsti atburðinum — eftir því sem
innri sýn benti í áttina. Þá fer af
öræfunum sá ljómi, sem hitamóða
vordægranna leggur yfir auðnirn-
ar, þegar dauðinn setur í sveltu
olnbogabarn, sem villist þar í ó-
bygðunum, ef til vill í hafti eða
bnappheldu. Yfir þeim örlögum
getur skáld grátið, þó að fámált sé
og enginn sjái tárin — með berum
augm.
Eg sendi Tímariti þjóðræknis-
félagsins þessar línur, af því Þor-
gils gjallandi var afburða þjóð-
ræknismaður. Hans minning á
heima á þeim stað. Sá er þjóð-
rækinn í bezta lagi, sem styður
þjóðernið í orði og verki. Það
gerir sá, sem ritar um ram-íslenzk
efni á mergjaðri íslenzku og lifir
við þann harða kost, sem íslenzk-
ur smábóndi hefir á sínu borði, býr
í sveit, sem langt á í kaupstað að
sækja, og í annan stað við veðr-
áttu öræfanna, sem lokkar fénað-
inn til sín. Eldri deild Vestur-
Islendinga getur í ritum þessa
manns fundið fénaðinn sinn aftur,
þann, sem “heima” var kvaddur.
Og gömlu landarnir geta þar kent
ilm af heyi og angan af öræfa-
gróðri.
0g fyrst og' seinast býður Þor-
gils gjallandi rausnarlegt móður-
mál og karlmannlegan stíl. Því
að hann var andlegur höfðingi.
II. Sigurbjörn Jöhannsson
skáld frá Fótaskinni.
“En var það ei lán gegnum and-
streymið alt,
jafn örugt á hending að fleytast?