Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Qupperneq 24
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Og varÖ liún ei ylur, þá annað
var kalt
og- örfun, er tókstu að þreytast?
Hvort varð ekki bragur þér bless-
unar nyt
í búi, er lítil var eigan?
Og brýndi’ ekki óður þinn unað
og strit.
og eggjaði ljáinn þinn deigan ! ”
Svo kvað St. G. St. um Sigurbjöm
látinn, í upphafi ágætra erfiljóða.
Og ætti Sigurbirni >að vera draum-
ljúft og sælu-vært undir þeirri
flosábreiðu. Þó langar mig til að
minnast á Sigurbjöm lítilsháttar,
og einkanlega að rifja upp fáein-
ar stundir, er eg var nálægt lion-
um í bernsku minni. Þó að það
verði ekki sagt um þenna þing-
eyska Jslending, að hann liggi ó-
bættur lijá garði þjóðar vorrar,
þar sem St. G. hefir gert um leiði
hans með “mærðartimbri máli
iaufguðu”, er seint ofgert við
slíka menn, þó að pistilskom fylgi
ljóðinu — á seinni skipunum.
Þar blánar fyrst upp af Sigur-
birni í .sólarátt endurminninga
minna, er eg var fimrn ára og
heyrði þess getið, að hann kvað
yfir briiargerð á Laxá, nærri
Grenjaðarstað. Þar sem áin fell-
ur úr Laxárdal út í Aðaldalinn,
var ótemjan söðluð þjóðhátíðar-
árið. Júlíus læknir, bróðir Mór-
itzar Halldórssonar, og séra Bene-
tíikt Kistjánsson að Múla, geng-
ust fyrir því verki og öfluðu sam-
skota. Jónas, kallaður grjótgai’ð-
ur — steinsmiður — gerði stöpla
midir sporða brúnna, sem eru
tvær. — Kaflar úr kvæðinu flugu
út um sveitirnar á öldum fagnað-
arins, sem mannvirkið vakti; eink-
um þessar ljóðlínur:
“Grjóti, járni, trjávið treysta,
tignarfögur brú er reist ...”
Sig'urbjöm var alinn í sveitinni
minni, sonur Jólianns Ásgríms-
sonar, hagorðs manns. Eg ætla
að skjóta liér inn í frásögn um Jó-
hann, til gamans.
Jóhann bjó á Hólmavaði, og er
þar laxveiði nokkur. En á þeim
árum þótti Jóhannes á Laxamýri
banna laxinum framgöngu í ána,
með veiðivélum. Nú bar svo við,
að Jóhann veiddi afar-vænan lax
á drætti. Þá kvað hann:
“Margt er fast, það meinum vér,
í mammons þræla klónum —
en engi dregur, þó ætli sér,
annars fisk úr sjónum.”
Seinni liluti vísunnar er gamall og
veit eg eigú höfund lians. En
margir spreittu sig á að prjóna
framan við, og þýkir Jóhann hafa
gert það allra manna bezt. Fátt
er til eftir Jóhann. En svo sagði
mér faðir minn, að hann hefði ver-
ið mjög vel viti borinn maður. —
Þá hverf eg aftur til Sigur-
björns.
Sjálfsngt þótti í minni sveit, að
liafa hann á öllum mannamótum
til skemtana, einkum í brúðkaups-
veizlum. Hann orti jafnan við
þau tækifæri, og er það eigi of-
mælt, að hann fleyttist öruggt á
hendingunni. Hann bar fram
kvæði sín og vísur afar skilmerki-
lega og var þá jafnan góðglaður
af víni.—
Eg var fyrst á mannamóti sam-
vistum við hann í brúðkaupsveizlu
Jónasar og Guðrúnar, tengdafor-