Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Side 26
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
“Gnauðar mér mn grátna kinn
gæfn mótbyr svalur, —
'kveð eg þig í síðsta sinn
Sveit mín, Aðaldalur. ”
Þessar trega-klökku vísur gefa
ekki mikið eftir vísu Kristjáns á
Sprengisandi, sem mjög er nafn-
toguð — að verðleikum.
Þessa .vísu kvað liann þá enn-
frémur, og er hún ekki sízt:
“Eftir hálfrar alda töf,
ónýtt starf og mæði,
leita eg mér loks að gröf
langt frá ættarsvæði. ’ ’
Eg ætla að svipað þessu hafi
margur Vesturfari liugsað, þó að
betur rættist úr en lfldegt mætti
virðast, þar sem fyrst var að ó-
bygðum að víkja. En sá grát-
klökkvi og listarhreimur, sem er í
orðum Sigurbjörns, kafnaði að
sjálfsögðu á vörum þeirra, sem
ekki gátu orðað hugsanir sínar í
líkingu við þann ágætlega skáld-
mælta mann.
Sigurbjörn segir um sjálfan
sig: “. . . ónýtt starf og mæði.”
Vissulega fann hann það, að hon-
um var bægt frá að njóta liæfileika
sinna. Vestur frá var honum lið-
sint betur. En þá var þó ebki unt
að bæta lír mentunarskorti hans.
St. Gr. víkur að því:
“En hitt er, samt mannraun og
nærri því nauð,
of nærgöngul öllum, sem reyna,
að metast við heiminn um ment-
unar brauð,
fá mola og úrkast og steina.
Fá sáðland sér úthlutað óræktar
mest
í urð og með jarðvegi grunnum.
Og sjá sér svo ákveðinn upp-
skerubrest
í allslok á lirjóstrum svo þunn-
um.”
Þetta gæti þýtt það, að skáldið í
Sigurbirni hafi lilotið útsköfur til
ábúðar, með því að fara á mis við
þann Vitaðsgjafa, sem uppskeru
gefur um aldir. Þá andlegu vín-
uppskeru fá þau skáld, sem kom-
ast inn í sól og sumar og fengist
geta við stærri viðfangsefni, en
gera tækifærisljóð í veizlum. Sá
skáldskapur hlýtur að verða
skammlífur, enda þótt úrvalsmað-
ur ljóði á boðsfólkið. En þakka
skyldi þó manninum, sem svo verð-
ur sagt um, að
“Kveðandi vígðir þú lýðmót og
leik,
og- landnemann söngst þú til
moldar. ”—St. G. St.
Sigurbjörn mat mest Bólu-
Hjálmar allra skálda og svo féllu
orð lians eitt sinn, eftir útkomu
tírvals Hjálmars, að hann öfund-
aði Bólu-skáldið af þeim orðum,
sem Hannes Hafstein uiælti um
það í formála fyrir kverinu —
þeim skilningi, sem þar kemur í
Ijós á kjörum alþýðuskálds á Is-
landi. Sigurbjörn mun hafa hugs-
að til sinna saka, og vissulega hafa
beztu ljóð Sigurbjörns dáið áður
en þau fæddust. Hann var einu
þeirra, “sem hnígur undir önn og
töf, með öll sín beztu ljóð í gröf.”
—St. G. St.
Sigurbjörn Jóhannsson þótti
vera áleitinn í vísum sínum—tæki-
færisbögum. Það þótti löngum
við brenna um ísl. alþ.skáld.