Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Qupperneq 28
Fjögur kvæði.
Efitir frú Jakobínu Johnson.
VITINN.
Eiiis og örskot og eld-fögur hugmynd,
Er fær uppljómað hugskot sem snöggvast
Og þar dreifir úr dimmustu skuggum,
Svo að dularfult málefni glöggvast,
Þannig leiftrar þitt eldlega auga,
þegar algleymi náttmyrkurs vefur
Allar snasir og grynningar grímu, —
—Og hinn grunlausi farþegi sefur.
Þegar auga þitt auga því mætir,
Sem með öryggi vegleysu þræðir
Um hin voldugu höf — og til hafnar
Ræðst í húmi, þó úfinn sé græðir,
Þá fer stæling um hug hans—og höndin
Verður hárviss að stýra hjá voða
Þeim, er leiftrið þitt tindrandi táknar
Með sinn töfrandi, vekjandi roða.
En það er ekki einungis glampinn
Og hin örugga hjálp, er hann veitir,
Sem minn hug hrífur dýpst, — heldur
draumur,
Sá er dagrenning kærteikans heitir.
Hvar sem ljós kveikir hönd, til að lýsa
Fram hjá lífsháska, bróður á vegi,
Þar er mannúðin rökkrin að rjúfa,
Og mun ríkja á komanda degi!
1925
VOR.
(1 gömlum aldingarði)
Ó, hve vorið yngir
Alla þessa stofna!
Fyrir fáum dögurn
Fanst mér tjaldið rofna
Og um sviðið svífa
Sólargeislum klæddar
Verur, — vorsins andar,
Valdi miklu gæddar.
Enginn hávær hljómur
Hermir frá því valdi.
Ekkert undra letur
Efst á gullnu spjaldi. —
—En það starfar, starfar,
Stöðugt daga og nætur.
Ótakmörkuð orkan
Ekkert gleymast 'lætur.
Sást þú gamla garðinn
Gliti vorsins búinn?
—Þó að vaki’ um vetur
Vonin mín og trúin,
Er mér opinberun
Ætíð söm að líta
Bogna fauska bera
Brúðar skartið hvíta.
Sérhver kló og kvistur
Krýnist þúsund sinnum.
Þúsund bjartra blóma
Blíða angan finnum
Streyma ljúft og lengi,—
—Líkt og vorsins blíða
Vilji vefja örmum
Vonleysi og kvíða.
Vilji vekja af dvala
Vitund ,þá, að leynist
Áhrif dýpst og orka,
Án þess hávær greinist
Lúðra-þytur lýðsins. —
—Lengst um heiminn víða
Finni farveg hjartans
Fegurð vors og blíða.
VORFUGLAR.
Hve unaðslegt árdegi’ að fagna,
Er ásta-ljóð vorfuglar syngja!
Þeir iðja, þó umhverfið dreymi —
Sjá — úti við skóginn er dyngja,
Sem svart-fuglinn safnaði þar,
Þá sofandi mannheimur var.
Hvað var það, sem svifti mig svefni?
— Var svalan sér bústað að tryggja?
í gær hafði’ hún glímt við það lengi,
Við gluggann minn hreiður að bvggja,
En eg tók það öldungis af,
—Þá ólmast hún meðan eg svaf!