Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Page 38
36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
l>ær •sakir, sem á engan hátt verSa
taldar siðferðilega hættulegar.
Smávegis afbrot við reglugjörðir
borgarinnar eru afgreidd þarna,
þegar ungmenni eiga í lilut. Og
öllum má liggja í tiltölulega léttu
rúmi, þótt dæmin verði nokkuð
mörg um það, að strákar hafi tví-
ment á hjólhesti, kastað snjóbolta
yfir þvera g'ötu, eða komið á ann-
an hátt í bága við þær reglur, sem
að vísu eru sjálfsagÖar í borgum,
en unglingum veitist erfitt að átta
sig á að komi að nokkuru tjóni,
þótt brotin séu. En í þessum rétti
er og einnig fjailað um aðra hluti,
sem alvarlegri eru. Hnupl og
þjófnað og strákskap allskonar,
sem telja verður til alvarlegra yf-
irsjóna. Þá koma og fyrir þenn-
an rétt unglingsstúlkur, sem grun-
samlegt þykir um að lifi taum-
lausu og spiltu lífi.
Naumast erl liægt að hugsa sér,
að nokkur þjóðflokkur geti fengið
öllu verri fréttir en þær, að hinn
uppvaxandi stofn hans liafi leiðst
inn á þær brautir, sem þessi afbrot
einkenna, í svo ríkum mæli, að stóru
muni um liundraðstöluna á við
aðra þjóðflokka. Eeyndar er
sjálfsagt að geta þess, og hafa það
í huga, að þessar fregnir hafa
borist oss gegnum blað, sem hef-
ir, eins og' þvínær öll ensk blöð í
landinu, tilhneigingu til þess að
mikla yfirsjónir ‘ ‘ útlendinga” í
samanburði við þeirra, er komið
hafa frá brezku eyjunum. Hins
vegar er ekkert vit í að telja þetta
alt vitleysuhjal og skella skoll-
eyrum við því. Sómi vor er í
veði, ef vér ekki rannsökum þetta
og göngum úr skugga um, hverju
þetta sætir. Vér verÖum að komast
að raun um, hvaða tegundir af af-
brotum þetta eru, og þar næst
hefja tilraunir til þess að rann-
saka, hvort líkindi séu til þess, að
þessar tilhneigingar stafi af erfð-
um frá þjóðflokkinum sjálfum, eða
hvort það stafi af uppeldi eða
uppeldisleysi — í stuttu máli, hvað
veldur þessu.
Að málinu órannsökuðu er að
sjálfsögðu varlegast að búa sér
sem minstar hugmyndir. En þó
verður því naumast varist að
minnast í þessu sambandi annara
frétta, sem oss fslending’um hafa
borist. Vinur minn einn, sem er
þaulkunnur málum liér í landi,
hefir sagt mér frá því, að eitt ó-
friðarárið hafi verið samin og birt
skýrsla frá innflutningsskrifstofu
Kanada, um þá menn, sem fluttir
liefðu verið úr landi sökum þess,
að þeir hefðu verið álitnir óhæfir
borgarar. Kom þá í ljós, að yfir
þrjátíu þúsundir Englendinga
liefðu orðið að hverfa, frá því um
aldamót, heim aftur, eftir að þeir
höfðu gert sig seka um lagabrot
liér, en á sama tíma hefði ein-
um Islending verið varnað inn-
göngu í landið, vegna vanheilsu,
en enginn verið rekinn úr landi.
Nú er það vitaskuld ekki ætlun-
in, að fara að gera fyrir þessa sök
neinn samanburð á glæpahneigð
Englendinga og íslendinga. Aðr-
ir hafa fluzt hingað í tölu liundrað
þúsunda, ef ekki miljóna á þessu
tímabili, en hinir eru tiltölulega
fáir. En hitt má benda á, að þetta
ber þess ótvíræð merki, að fóUdð,