Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Page 51
John Gunnlaugur Holme.
1877 —1922.
EStiir Aðalstein Kristjánsson.
I.
John G. Holme — en meS því
nafni var hann bezt þektur sem
rithöfundur—, lézt 30. nóvember
1922, að heimili sínu Flusliing, í
úthverfi New York borgar. Var
gerður á honnm uppskurður við
innvortismeinsemd, sem hann
hafði þjáðst af um mörg ár.
John gerði ítarlegar tilraunir til
þess að komast á vígvöll til
Frakklands, en heilsa hans var
svo biluÖ, að það hepnaÖist ekki.
Nokkrum dögum eftir lát John’s
Holme, hitti eg Vilhjálm Stef-
ánsson. Eg stakk upp á því, að
liann skrifaði æfiágrip, heizt á
íslenzku. Við töluðum um blaða-
starfsemi John’s. Kom okkur
saman um það, að hann hefði
verið þjóðkunnastur íslenzkur
blaðamaður í Ameríku. Með því
einu er ekki mikið sagt, því fáir
Islendingar liafa, til lengdar,
starfað sem fréttai'itarar við hér-
lend blöð.
Vilhjálmur var einn af þeim,
sem báru John Hoime til grafar.
Hann sagÖist gjarnan hafa viljað
rita um hann, en kvaðst hafa svo
mikið verk fyrir framan sig, að
óvíst væri livenær að hann hefði
tíma til þess. Óskaði hann eftir
því, að eg skrifaÖi um blaÖastarf-
semi hans, og lofaðist til þess að
vera mér hjálplegur.