Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Side 52
50
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉRAGS ISLENDINGA
Jolm Holme hafði miklar mæt-
ur á Vilhjálmi, og afreksverkum
hans, hafði skrifað snjalla ritgjörð
um hann, í eitt af helztu tímaritum
New Vork borgar, “World’s
Work”, nokkrum mánuðum áður
en hann lézt.
Nokkrum vikum eftir þetta sam-
tal okkar Vilhjálms, sendi eg hon-
um stutt æfiágrip; vissi að það var
irijög ófullkomið. John var ungur
maður, hafði starfað1 á þessum fáu
árum, sem hann gaf sig við blaða-
mensku, í svo mörgum stórborg-
um—hafanna á milli—, að það var
ekki svo þægilegt fyrir mig, að ná
í greinilegar og ábyggilegar upp-
lýsingai*. Eg set hér útdrátt úr
bréfi, sem Vilhjálmur skrifaði mér
með því, sem eg sendi lionum.
“Kæri Kristjánsson:—
Eg sendi þér annað bréf, sem þú
getur annað hvort útlagt á ís-
lenzku, eða notað það eins og það
er, með æfiágripi þínu um John
Holme. Eg hefi yfirfarið það í
flýti, en líkar það vel.
V. Stefánsson.”
“ May, 9, 1923.
Kæri Kristjánsson
Eg hefi að eins tveggja daga
dvöl í borginni, sigli frá Quebec
til Englands 12. maí, verð í burtu
einn eða tvo mánuði.
Það hryggir mig, að eg hefi svo
lítinn tíma til þess að yfirfara það,
sem þú hefir tekið saman um John
Holme, og semja sjálfur eitthvað,
sem svo mætti prenta með þínu á-
gripi.
Á meðal þjóðflokks, sem er svo
fámennur og hefir dvalið svo.fá ár
í landinu, eins og Islendingar, er
dauði manns eins og Jolm’s Ilolme
þjóðarslys. Hann var vissulega
einn af sex ungum mönnum, sem
við gátum gert okkur glæsilegast-
ar framtíðarvonir um. Hann hafði
betra tækifæri til varanlegrar
frægðar og frama, þegar allar á-
stæður voru athugaðar, heldur en
allir hinir. Því auk hans bók-
mentalegu hæfileika, þá fyrir lip-
urð hans og heillandi viðmót, var
auðvelt fyrir liann að stjórna
gjörðum annara. Með góðri
heilsu og sæmilega háum aldri,
hefði liann vafalaust afkastað
miklu og getið sér frægan orðstír.
Eg vona, að þú fáir upplýsíngar
hjá Cahill, eða einhverjum öðrum,
sem kunnugir voru blaðamensku-
starfsemi John’s Holme. Eg þekti
hann aðallega í gegnuin persónu-
lega viðkynningu og vináttu okk-
ar; mér var einnig kunnugt um
vinsældir hans og áhrif eftir sögu-
sögn annara.
Það hafa verið fáir Islending-
ar, sem hafa gefið betra eftirdæmi
til frægðar og frama, heldur en
John Holme. Af þeirri ástæðu er
eg þér þakklátur fyrir viðleitni
þína að halda minningu hans á
lofti. Þeirn mun tilfinnanlegra er
það fyrir mig, að eg hefi að eins
tíma til þess að lesa þetta bréf
fyrir skrifaranum, sem sendir
það til þín eftir að eg er farinn.
V. Stefánsson.”
II.
John Gunnlaugur Holme var
fæddur f jórða apríl 1877, á Hjalta-
stað í Hjaltastaðaþinghá. Eoi’ehlr-