Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Page 53
JOHN GUNNLAUGUR HOLME
51
ar hans voru Jóhannes Sveinsson
Holme og Soffía Vilhjálmsdóttir.
Fluttu þau til Ameríku árið 1885,
meÖ fjórum sonum sínum, þegar
Jolin var átta ára. Nöfn bræðra
John’s voru: Sveinn, Gunnar og
Vilhjálmur. Fjölskylda þessi tók
sér bústaÖ skamt frá Minneota, í
Minnesota ríki. Þar byrjaÖi Jó-
hannes Holme búskap.
John var þegar á barnsaldri
mjög bókhneigður; var þaÖ ásetn-
ingur hans í æsku, að verÖa rithöf-
undur. Hann var snemma tengd-
ur trygðaböndum við íslenzk ljóÖ
og sögurnar fornu, sögurnar. sem
skýrÖu frá afreksverkum og æfin-
týrum forfeðranna í Vínlandi hinu
góða og flestöllum löndunl Evrópu
— í Bjarmalandi og Miklagarði.
Mentaferil sinn hóf John við
barnaskóla skamt frá búgarði föð-
ur síns. Eftir að hann hafði lok-
ið námi við bamaskólann, innrit-
aðist hann við gagnfræðaskóla
(High Sehool) í Marshall, Minn.
Var hann því næst skólakennari
um tíma, og vann hjá bændum þess
á milli, á sumrum. John byrjaði
snennna að kaupa bækur. Til þéss
að geta fullnægt þeirri löngun, og
jafnframt stundað nám við há-
skólann, varð hann að innvinna
sér meira fé heldur en skólakenn-
araiaunin veittu honum.
Frá Minnesota háskóla útskrif-
aðist John 1904. Varð þá kenn-
ari við háskólann í mælskufræði
(Rhetoric) og Ensku, en þeirri
stöðu hélt hann ekki lengi. Skömmu
síðar komst hann inn á þá braut,
þar sem draumar hans og vonir
höfðu heillað hann — þar sem
hann hafði ákveðið að heyja lífs-
starf sitt.
John mun liafa sagt upp kenn-
ara em.bætti við Minnesota há-
skóla, fyrir fréttaritara stöðu við
“The Minneapolis Journal”. Lík-
lega hefðu margir ungir menn tal-
ið kennara embættið veglegra,
“fínna” og líklegra til mann-
virðinga. John þráði frelsið og
útsýnið, — þarna gafst lionum
tækifæri til þess að stíga spor í
rétta átt, þótt takmarkið væri
fjarri — fyrir utan og ofan sjón-
deildarhring og dagmálaglóru
þeirra, ,sem jagast út af vegabót-
um og sveita-pólitík.
R.ithöfundar hæfileikar John’s
komu fram, jafnvel áður en hann
innritaðist við háskólann. Með-
ritstjóri varð hann við háskóla-
blaðið “The Minnesota Daily”.
Af öllum þeim undmm, sem
mentagyðjan rétti að honum, lagði
hann mest kapp á norrænar bók-
mentir, sög-u, og tungumál. Að
hann varð kennari AÚð háskólann
í ensku, .sannar bezt, hvaða álit
hefir verið á íslenzka drengnum,
og hvernig hann hefir stundað
námið.
Mentadís John’s Holme var há-
fleyg og víðförul, jafnvel eftir að
heilsan bilaði. Iíugur hans leit-
aði seint og snemma til menta-
mannanna, og til stórblaðanna í
hinum fjölmennustu stórborgTim
Norður-meríku. Þeir rækta bragð-
gott hveiti, bændurnir í kringum
Minneapolis, en á því sviði var
fátt af rithöfundum og vísinda-
mönnum á æskuáram John’s. Þess
vegna var það eðlilegt fyrir hann,