Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Síða 56
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
nái til tíu miljóna manns á dag, í
gegnum blöð og tímarit; Arthur
Brisbane og margir fleiri. Enginn
blaðaútgefandi í Ameríku hefir
nokkurn tíma haft eins mikil áhrif
— eins mikið vald yfir verkafólld
og útlendingum, eins og William
R. Hearst.
Sýnishom af vinahótum Bris-
bains til Englendinga:
“Ilvað lengi munu fáeinir hyggn-
ir menn á þokueyjunum brezku
gefa fyrirskipanir til 300,000,000
á Indlandi, 400,0000,000 í Kína, og
annara miljóna í Afríku og ann-
ars staðar. Svarið er auðfundið.
Þessir fáu hugsandi menn halda
áfram að gefa fyrirskipanir, þang-
að til að millíónimar læra að hugsa
fyrir sig sjálfar. ”
Artliur Brisbaine.
IV.
Það er vel skiljanlegt, að ungir
fréttaritarar sækist eftir því að
vinna við blöð, sem hafa jafn-mikla
litbreiðislu, og þar sem jafn-marg-
ir ritsnillingar eiga leik á borði.
En það er ekki heiglum hent, að
klífa, hinn kíettótta frægðartind,
sem rís mót himinbláma — þar sem
blaðamenn ganga til víga og vé-
frétta. Þar er stundum sleipt
undir fæti og staksteinótt—króka-
stigir vandrataðir, sem liggja í
gegn um fen og torfærur óteljandi.
Mörgum, sem þann feril feta, verð-
ur fótaskortur; fylgja hrakförum
þeim öriög- grimm. Þótt þeir, sem
vevða fvrir þeim örlögum, haldi
lífi og limum, ganga þeir öfugir og
mæla annarlegum tungum. — Þeir
spyrja sjálfa sig, þegar þeir eru að
leita frétta: frá hverju skal segja,
yfir hverju er okkur ætlað að
þegja?
Abraham Lincoln sagði vinum
sínum frá því, hvemig hann á
æskuárum barðist við það, að
skilja menn og málefni, “Eg man
eftir því, ” sagði hann, “að eg fór
oft inn í litla svefnherbergið mitt
á kvöldin, eftir að eg hafði hlustað
á samtal föður míns og nágranna
okkar. Stundum gekk eg þar um
gólf mikinn part nætur, til þess að
skilja það sem mér fanst tvírætt,
eða torskilið í sami’æðum þeirra.
Eg gat ekki sofið, þar til eg hafði
náð meiningu málsins og mergn-
um orðanna.”
Það eru líklega nokkuð marg-
margir, sem einhvern tíma á æf-
inni minnast andvökustunda af
•svipuðum ástæðum, eins og Abra-
ham Lincoln skýrir frá. John
Holme hefir vafalaust verið einn
í þeirra tölu. Hann var oft feng-
inn til þess að rekja refaslóðir
kaupsýslumanna. Þeim sem þess-
ar línur ritar er kunnugt um það,
að hann rannsakaði hlutasölu fé-
lags, sem stofnað var í New York
fyrir (nokkrum árum. Það var
skömmu eftir að hann kom þang-
að. Félag þetta seldi liluti í öllum
mögulegu og ómögulegum fyrir-
tækjum. 1 skýrslu, sem eg hefi
hér fvrir framan mig, rekur John
fjárglæfraferil sumra þessara
manna. er framarlega stóðu í þess-
um grímuleik, manna, sem höfðu
umboðsmennsína í öllum áttum, til
þess að selja hluti. Nú fyrir stuttu
varð félag þetta gjaldþrota, rann-
sókn John’s var hafin fyrir þrem-
ur árum.