Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 57
JOHN GUNNLAUGUR HOLME
Eg hefi engum Islendingi kynst,
sem, verið hefir eins fróður við-
víkjandi starfsemi verzlunarfé-
laga af ýmsu tagi.
John skrifaði margar ritgjörðir
fyrir “Photoplay” tímaritið, sem
gekkst fyrir því, að hann var feng-
inn til þess að rannsaka hluta-
bréfasölu í hreyfimyndahúsum og
starfsemi þeirra. Hann var hæði
margspurull og' óljúgfróður; sýndi
skarpskygni og óhlutdrægni, hver
sem í hlat átti. Það var eins og
liann hefði sérstakar gáfur til
þess að rannsaka það, sem öðrum
er hulið.
Þegar John var í Chieago, þá
gekk hann að eiga ungfrú Adu
Fav Colins, sem hann hafði kynst
við Minnesota liáskóla, þau stund-
uðu þar nám saman. Það var
1912. Ári síðar fluttu þau til San
Francisco. Arið 1915 komu þau
til Ne\y York. Jolin keypti hús í
úthyerfi borgarinnar, sem nefnist
Flushing. í New York starfaði
hann síðustu sjö ár æfinnar og
varð á þeim stutta tíma einn af
bezt þektu .blaðamönnum borgar-
innar. Þess vegna segir Yilhjálm-
ur Stefánsson: ‘ ‘ Hann hafði betra
tækifæri til varanlegrar frægðar
og frama, þegar allar ástæður
voru athugaðar, heldur en aðrir
Islendingar.”
V.
Eftir að John kom til New York
frá San Francisco, þá var hann
fyrst fréttaritari við hið velþekta
stórblað “New York Tribune”.
Síðar meðritstjóri (City Editor)
við “The New York Evening
Post”. Árið 1919 sagði hann upp
55
þeirri stöðu; hann var einn af þeim
blaðamönnum, sem valdir voru til
þess að rita um liðsöfnunai'tilraun
Samveldismanna í Bandaríkjun-
um til þess að útnefna yfirforingja
Leonard Wood fyrir forseta. Þá
ritaði hann æfisöigu Woods her-
foringja, sem hlaut mikla út-
breiðslu, þrátt fyrir það þótt hinn
valinkunni nýlendu - stjórnmála-
maður Bandaríkjamanna í Pliil-
ippineeyjum og Cuba, ekki næði
útnefningu. — Hinir “dygðugu”
flokksbræður lians óttuðust, að
hann mundi hugsa meira um hags-
muni og velferð þjóðarinnar held-
ur en flokksins. Þess vegna völdu
]>eir Harding, góðgjarnan mann—
þeir vissu, að hann mundi verða
þeim þægari og eftirlátari.
Eins og kunnugt er, þá hefst
.kosningabarátta í Bandaríkjunum
fleiri mánuðum á undan alríkja-
kjörfundi, þar sem fulltrúar úr öll-
um ríkjunum koma saman, til þess
að velja forsetaefni. Oftast eru
])að fleiri en eitt ríki, sem hafa
forsetaefni í vali. Allir drengir
hafa lesið um, eða þekkja ein-
hvern, sem í þeirra augiim er
hetja. Mjög mörg ríkin í sam-
bandinu eiga. einhvern .son, sem
þeim finst að ætti að liljóta þann
heiður, að verða útvalinn fyrir
forsetaembættið. Fyrir þeim
heiðri verða þeir oftast, sem vel
hafa staðið í stöðu sinni sem ríkis-
stjórar, þeii’, sem hafa verið kosn-
ir tvö eða þrjú kjörthnabil sam-
fleytt. Oftast nær eru einhverjir
úr öldungadeildinni í Washington
í vali, og stundum ná þeir kosn-
ingu.