Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Síða 66
64
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sér í orðum sínum og athöfnum.
Frásögnin er því líkust, sem þar
liafi lilutlaus áhorfandi um fjall-
að. En slíkt er háttur hinna beztu
skáldsagnahöfunda. Söguriturun-
um fornu hefir eflaust skilist, að
þeir vora að færa í letur efni, sem
var svo að kalla almenningseign,
en ekki þeirra eig’ið. Létu þeir því
eigi nafns síns getið. Yera má, að
þeim hafi eigi heldur verið eins
ant um ritfrægð sína og síðari
alda mönnum. Venjulega er snild-
arbragur á frásögninni, prýðilega
með efni farið. Þess ve-gna eiga
margar sagnanna slíkt listgil'di,
að aldrei rýrist. 1 Islendingasög-
um er sem heyra rnegi hjartaslög
þeirrar miklu aldar, sem skapaði
þær.
Frægnst allra íslendinga-sagna
er Njálssaga. Sir Gr. W. Dasent,
sem þýtt hefir hana snildarlega á
Ensku, mælir svo um hana: “Harm
saga þessi er öllum öðrum -sögun-
um fremri sökum sannleiks í frá-
sögn og fegurð.” Dr. Guðbrand-
ur Vigfússon kvað Njálu bera af
hinu sögunum sem gull af eir.
Afburða -snjallar og glöggar eru
skapbrigða - lýsingar höfundar.
Rétt er eins og söguhetjurnar lifi
og hrærist fyrir augum vorum, og
það, sem meira er um vert, oss
opnast sýn inn í sál þeirra og
hjörtu. Gott dæmi frásagnarsnild-
ar höfundar er lýsingin á dauða
Njáls og Bergþóra. Máttur er í
stílnum og þó djúp tilfinning, en
hvorttveggja hæfir efninu.
Eigi er sögulegt gildi íslendinga-
sagna minna en bólonentalegt gildi
þeirra. Eru þær að jafnaði glögg-
ar og áreiðanlegar myndir úr ís-
lenzku þjóðlífi á söguöldinni. 1
þeim speglast fornaldarmenning,
ei-gi aðeins íslands eins, heldur
einnig allra Norðurlanda. Hvergi
fræðumst vér rneir eða betur um
skapferli forfeðra vorra. Hversu
vora þeir skapi farnir !
Eigi ósjaldan fyllumst vér svo
ánægju yfir fullkomnan vorri og
manngöfgi, að oss hættir við að
álíta fornaldarbúa Norðurlanda
siðlitla villimenn. Hvemig lýsa
sögurnar þeim? Þeir lifðu á mann-
dómsöld; menn urðu að -sýna það
í verki, að þeir væru einhvers
virði. Að skipa rúm sitt vel, vera
maður með mönnum, þótti forfeðr-
um vorum miklu varða. Þó menn
þessir væru víkingar. “á heiðvirð-
an hátt” — eins og einn rithöfund-
ur kemst að orði,—vora þeir gædd-
ir ríkri -sóma-tilfinningu. Undir-
ferli og bakmælgi voru þeim viður-
stygð, og eigi síður hitt, að ráðast
að mönnum að óvörum á nætur-
þeli. Gestrisnir voru þeir óvinum
sem vinum. Loforð skyldi efnt;
unninn eiður var þeim heilagt
boðorð.
Þá hættir oss einnig við að álíta
forfeður vora óhófsmenn mikla í
mat og drykk. Eigi verður því
neitað, að svo var því farið við
ým-s tækifæri, einkanlega á hátíð-
um og í veizlum. Hversdagslíf
þeirra var þó hófsamt og sundur-
gerðarlaust. “Morgunstund gef-
ur gull í mund,” má með sanni
segja, að verið hafi lífsregla
margra þeirra. “Ár skal rísa,”
kvað Egill Skallagrímsson; var
það bergmál ráðandi lífsskoðunar.