Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Qupperneq 69
HLUTDEILD ISLANDS í HEIMSBÓKMENTUNUM
67
Enda á Völuspá engan jafna í
fombókmentum vorum og þó víð-
ar sé leitað.
Geta má annars Eddukvæðis,
sem bæði er lirífandi og merkilegt.
Það eru Hávamál, sem nefnd hafa
verið norræn orðsJcviðabólc. Hafa
þau inni að halda lífs-speki og
siðakenningar feðra vorra. Sum
um virðist ef til vill að heimspeki
sú sé ekki háfleyg, en margar eru
þar hollar lífsreglur og hagkvæm-
ar. Forfeðrum vorum skildist, að
vizkan og þekkingin verða vega-
nesti drjúgt á lífsins leið. Því
segir í Hávamálum:
“Byrði betri
berrat maðr brautu at
en sé mannvit mikit:
auði betra þikkir
þat í ókunnum stað.
slíkt er válaðs vera.”
En hver er förunauturinn versti ?
Eigi stendur á svarinu:
“Vegnest verra
vegr hann velli at
en sé ofdrykkja öls.”
Er því svo að sjá, sem víkingarnir
hafi fundið þörf bindindis og
kannske bannlaga.
Hyggist menn að ná fullum
þroska, dugir þeim eigi að lifa
sjálfum sér. Samvinnu og sam-
lífs er þörf, eigi nienn að ná full-
um andans þroska:
“Brandr af brandi
brennr unz brunninn er,
funi kveykisk af funa;
maðr af manni
verðr að máli kuðr
Tilfinningaríkir voru feður vor-
ir; ástríðu-menn miklir. Holger
Drachmann, skáldið danska, lýsir
Islandi fornaldarinnar svo í einu
kvæða sinna, að þar: “vegi maður
óvin sinn, en bregðist aldrei vini
sínum, þar sé hatur jafnan hatur,
og ástin jafnan ást um eilífð.”
Lýsingin er eigi fjarri sanni. Svo
segir í Hávamálum:
“Vin sínum skal
maðr vinr vera,
þeim ok þess vin;
en óvinar síns
skyli engi maðr
vinar vinr vera. ’ ’
Það er réttlæti gamla testamentis-
ins: “Auga fyrir auga”. For-
feður vorir þektu eigi boðorðið
guðlegasta: “Elslca skaltu náunga
þinn sem sjálfan þig.” Sanngjarnt
er því eigi, að rneta þá á vog kristn-
innar. Þó höfurn vér séð það af
sögunum að margt var göfugt í fari
þeirra. Þeir voru menn tryggir í
lund, hugdjarfir og liraustir. Það
sem forn sagnritari skrifaði um
Fríslendinga, er jafn-satt um
frændur þeirra á Norðurlöndum:
“Þeir eru menn miklir vexti, ráð-
vandir, hraustir og skapstórir;
frjálshuga eru þeir og vilja eng-
um lúta; líf sitt leggja þeir í sölur
frelsisins vegna og kjósa fremur
dauða. en að ganga undir þræl-
dóms-ok.” Heiður þeirra var þeim
dýnnætari lífinu sjálfu. Þó örðug
væru æfikjörin, sáu þeir, að lifa
mátti göfugu lífi. Lífið skyldi
reikna í dáðum, en eigi árum. Og
enn hefir eigi sannari mælikvarði
fundinn verið á gildi mannlífsins.
Rammir örlagatrúarenn voru Is-
lendingar hinir fornu. “Enginn
má sköpum renna” var sterkur
þáttur í trúarjátning þeira. Alt