Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 77
NORÐMANNAÞINGIÐ í CAMROSE
75
sonar. Ýmsir meöal vor kunna hin elztu
f-ornaldarkvæhi í upprunalegri mynd
þeirra og allir kunna íslendingar a'ö lesa
fornsögurnar, er margar nálgast þó 800
ára aldur.
Þótt vér séum afkomendur víking-
anna er eðlisfar vort friSs'amt. Um
aldaraðir höfum vér iökaS frið, án
styrjaldar viS umheiminn. Vor eina
landvörn er aS gera rétt. Fremur girn-
ast fslendingar þekking en auSæfi. Vís-
dóm telja íslenzkir menn mestan vegs-
auka. MeS þjóö vorri er fátt um viS-
skiftaþrátt og verkföll. Brestir auSs
og aldarfarsins er jafnvel hneigja kónga
og helga menn til syndar, hafa til
skamms tíma ekki átt stór ítök í lífi ís-
lendinga. Er vér höfum reynt aS halda
dauöahaldi í ættararfinn : trúrbrögðin ;
• skáldskapinn; frelsis hugsjón þá, er óx
upp úr blóði HafursfjarSarorustunnar,
og hinar betri lyndseinkunnir sagnanna,
er lengst hafa gert garS vom frægan.
Er eg tala þannig um íslenzka þjóS og
fslendinga, 'hefi eg einkum í huga ís-
lenzka íslendinga í Vesturheimi, lífs
hugsjónir þeirra, störf þeirra og félags-
skap, og þá þrá allra góSra drengja
meSal þeirra, aS dygöir og þekking ís-
lenzkra feSra og mæSra verSi erföagóss
afkomendanna fyrir þjóSræknisstarf
það, er heimili, kirkjur og blöö vinni
hér vestra.
ÞaS eru liSin 50 ár, og hvaS hávaSa
Vestur-íslendinga snertir einungis 40
ár, síöan börn íslands' fluttust til Cana-
da og Bandaríkjanna. Mjög eru þeir
dreiföir um þessi miklu þjóSlönd. Eé-
lagslif þeirra er á æskuskeiSi hér vestra.
Eylgja því yfirsjónir æskuáranna. En
vér höfum kappkostaS, aS rækja þegn-
legar skyldur i hinum nýju heimkynn-
um. Engir menn skulu standa oss fram-
ar í hollustu viS fósturlöndin hér vestra,
né trúmensku í öllu í hinum nýja á-
fangastað. En vér ætlum ekki aS kasta
á glæ menningar arfi feöranna; oss fýs-
ir aS glata ekki íslenzkri tungu né annari
þekking íslenzkra fræSa. Vér teljum
þaS sonarþel öfugt og afvegaleitt, er
slítur, á fyrsta mannsaldrinum hér,
ættartengslin viS frændur og feöur
handan hafsins.
Eg mælist til, aö þér, norrænir frænd-
ur, skiljið ekki orS mín sem óverSskuld-
aö þjóSemiisdramb, er eg hér tala þann-
ig um íslendinga. Eg veit aö þeir verS-
skulda þaS. Og eg trúi því aS þér gleSj-
ist af því. Vestur-Islendingar teljast
einungis 25—30 þúsundir í Canada og
Bandaríkjunum. En á tæpum 50 frum-
býlingsárum hafa þeir framleitt: heims-
skautafara, lögsögumann, dómara, lög-
menn, háskólakennara, lækna, presta-
listamenn, tónskáld, rithöfunda, ljóö-
skáld, löggjafa, íþróttamenn og fjöl-
marga aSra, er skipað hafa nálega hvert
þaS embætti, er útlendir menn hafa rétt
til. Vér stöndum straum af kirkjum,
æSri skóla og ýmsurn islenzkum blöSum
og ritum er hafa mikla útbreiöslu, og
þjóöræknibfélagið gefur út vandaS árs-
rit.—
NorSmenn og íslendingar eiga sam-
eiginlegar erfSir. Ef um sigur er aö
ræSa, er hann, ef til vill, báSum þessum
frændþjóöum vegsauki. En barátta og
böl vort er einnig sama eðlis, einkum
hvaö snertir þrautir, þarfir og þjóS-
ernisskyldur landnámsáranna. En ein-
mitt þaS ætti aö auka innbyrSis skilning
vor frænda og treysta forn sifjabönd.
I því sambandi minnir sagan mig á,
er Noregur varS skattskyldur erlendu
valdi. Hjúskapur konungsætta og
kænska valdhafanna réSu þá sök. En
máli og menningararfi og þjóöerni
Norömanna var stofnaS í hættu. — Eg
skal minna á stutt dæmi um meSferSina
á þjóSerni yðar þá.—