Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Page 80
78
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDiINGA
'heimboÖ erindrekans frá Manitoba
fylki, er í erindislok bauS N'orSmönn-
um í Ameríku aö halda næstu þjóÖhátíS
í Winnipeg, Manitoba 1928.
Eíg fullyrði að Vestur-Í.slendingar
verða þar fjölmennir í gestafylking yS-
ar-
í þinglok á þjóSfundi ySar NorS-
manna aS Eidsvold, 17. maí, 1814, er
fulltrúar þjóSarinnar höfSu lýst yfir
því, aS Noregur væri óháS og fullvalda
ríki, tóku þingmenn allir höndum sam-
an og hrópuSu einum munni:
“Sameinaðir og sannir, unz Dofra-
fjöll hrynja!”
Þau orS geri eg þá aS niSurlagi orSa
minna. Eg þrái eining íslendinga, —
eining um hinn dýrmæta og helga arf
frá ættjörð og þjóS. — Og eg þrái
meira. Eg þrái aS NorSmenn og ís-
lendingar taki í raun og veru höndum
saman, sem fulltrúar og arfþegar hinn-
ar fornu, sígildu menningar og þjóöar
dygSa og segi einuim rómi:
“Sameinaðir og sannir, unz Dofra-
fjöll og Hckla hrynja!”
Við leiði Magnúsar Brynjólfssonar.
Eftir K. N. JÚLlUS.
Magnús lögfræðingur Brynjólfsson andaðist 16. júlí sumarið 1910,
sem kunnugt er. Hann var jarðsettur á heimilisréttarlandi föður síns
í grafreit, er þeir bræður höfðu látið inngirða 0g nota átti sem ættar-
grafreit. Nokkrutn árum eftir andlát Magnúsar, gekk landið úr eigu
ættarinnar, var þá Brynjólfur faðir lians enn á lífi. Brynjólfur andað-
ist hjá dóttur sinni Sigríði og Kristjáni manni hennar Indriðasyni 2.
jan. 1916. Var hann færður til grafar í grafreit, er þá var ný-upptek-
inn sunnan við Mountain-bæ, 0g er eign hins opinbera. Var þá jafn-
framt ákveðið, að færa .bein Magnúsar þangað og jarða þau við hlið
föður hans. Þetta drógst fram á sumarið 1924. — Sáu þeir um flutn-
inginn, Kristján Indriðason mágur Magnúsar og skáldið Kristján N.
Júlíus. Er flutningi var lokið og' gengið var frá gröfinni, mælti K. N.
Júlíus fram þessa vísu:
Eg hef’ gjört það, gamli vinur minn,
1 góðu skvni, að breyta um legstað þinn.
Eg veit þér leiddist lífið norður frá,
Um langar aldir fátt er þar að sjá.
En eins og barnið, þegar sól er sezt,
Þú sefur vært hjá þeim, er unnir bezt.
Ur frjálsa svipnum forna gleðin skín,
Eg finn það g'löggt þú brosir hlýtt til mín.