Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Qupperneq 88
86
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
og 30 hnýsur á Kálfshamarsvík, og í
sama skifti nálega 20 undir Kerlingar-
bjargi, víÖar náöust og ráku fáeinar
hnýsur hér aö vestan veröu, um sarna
leyti, þ. e. í byrjun hlákunnar.
Á Selvík eÖa þar framundan aflaö-
ist og talsvert af hákarli upp um ís í
fyrravetur; aÖ ööru leyti hefir líti'Ö
aflast af þeim fiski hér í kring þessi
ár, nema helzt nú í vetur (seint) í
kaupstööunum Hólan. og Skagastr- —
Eg ímbynda mér aö þú sért búinn aö
frétta hvernig lyktaði um Hólinn. Gísii
sonur þinn ætla'Öi í fyrravetur, vestur
um haf til ykkar, var honum því — og
alls vegna—umhugað að geta selt kotiÖ ;
kom hann hingað með Friðbjörn ábú-
anda þess, voru þeir hér daglangt, og
samdist svo á endanum að Eriðbjörn
keypti litlu verði, og hefði þó langt
minna orðið, hefði eg ekki staðið í í-
staði Gísla eftir megni, því þeir fórust
hjá, í mesta ináta, með séðleika og
hyggindi; eg fyrir mitt leyti þrengdi
ekkert að Gisla um borgun veðskuldar-
innar, en gaf ekki um kaupið með því
verði er mér þótti Ihæfilegt, en vildi
það ekki með hinu mjög lága verði, svo
ei yrði með sönnu sagt, að eg hefði
fiskað í því vatni, og þannig óhreinkað
mína eigin nyt, er eg leysti veðið forð-
run. Gísla gengur alt fremur erfiðlega,
bann hætti við förina vestur, og nú er
sagt að hann fari að Hvammkoti. —
Síðan þú fórst, hefir peningur held-
ur fjölgað alrnent, en þó velmegun ekki
aukist að því skapi, því útgjöld öll auk-
ast ár frá ári, fyrir hin breyttu lög og
landsstjórn, t. a. m. sýslusjóðsgjald,
búnaðarskólagjald og fl., svo og óbein-
línis tolla, eftir nýrri “statútu’ af Br.
v. og öllum áfengum drykkjum, tóbaki
öllu, m. m. og fl. þess utan hefir útlend
vara öll bækkað ógurlega að verði,
jafnt matvörur sem iðnaðarvörur, t. a-
m. 60 f.9) færi 5 kr. ('15'mörký og alt
til sjóvegs eftir því, járn, kol, já
hverfisteinar og hvað annað, er menn
ekki geta án verið í afar verði.—Kaffi
og sykur kaup eru heldur að minka,
því menn geta ekki keypt, en kaup-
menn farnir mikið að tregðast með lán-
in; hér við 'bætist og fall ullarinnar,
hún var almennt næstl sumar 90 aura
(100 a. 48 skl.)' tólg í engu verði sem
fyr, og lýsi einnig i lágu verði; þess-
vegna verða menn að reka féð hópum
saman í kaupstaðina upp í skuldirnar,
því kjötið er helzt í verði, er síst má
þó missast frá búunum. Nú er altalað
að ull muni ennþá lækka, og dúnninn
er að þessu hefir haldist í afar verði,
er nú hrapaður ofan úr öllu valdi, og
situr óseldur í Kaupmannahöfn 1000
pd. saman. — Hefði ekki hinn mikli
fiskiafli verið hér undanfarin ár, veit
eg ekki hvenig menn hefðu dregið fram
lífið; og taki fyrir afla hér, líkt og á
Suðurlandi, er dauði fyrir dyrum sjá-
anlegur, því margir eru þeir sem lítið
annað en aflann hafa við að styðjast
hér nyrðra, eins og syðra.—
E. Briem sýslumanni var veitt Húna-
vatnssýsla, því liann sótti, að surnir ætl-
uðu, til þess að hafa báðar sýslurnar
tvö ár, eins og Kristjánsen, en þetta
'brást, því veitingin kom strax með síð-
asta pósti næstl. ár, og var þá sjálfsögð
veiting Skagafjarðarsýslu yfir vetur
inn; svo Briem seldi upp sýslunni, og
er hún nú veitt Lárusi Blöndal Dala-
sýslumanni, er sagt að hann komi um
næstu mánaðamót hingað alfarinn, og
setjist að á Stóruborg. En Briem hefir
haft Húnavatnssýslu í ár, og er það bú-
Ibót, betri en engin. Bogi biskupsson er
læknir Skagfirðinga og hér að Blöndu;
þykir sumum hann nokkru nýtur, öðr-
um alls ekki; hann er hjá frænda sín-
9) 'PaSmia,r.