Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Side 92
90
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
s'kotafé ihefir þó oftast veriÖ illa variö,
bera þar um vitni Húnaflóafélagið og
brúin á GönguskarSsánni, sem, hyggn-
ustu menn vilja ai5 sé aftekin áður en
hún verði nokkrum aS líftjóni. í oröi
kvéðnu heitir þaS svo að þjóð vor hafi
fengiö löggjafarvald og fjárforræði en
slíkt eru í rauninni helber ósannindi;
þessi völd eru alveg komin í hendur
embættismanna og þeirra auðvirSilegu
hrákasleikju garpa ft. d. J. á Gautl.J ;
stélpiltarnir i Víkinni eru líka nógu
stóttugir til að leggja net sín fyrir þing-
þorskana, verkin sýna merkin, því
fyrsta frægðarverk hins dýrkeypta 36
manna þings var aö semja launalög
fyrir 16 embættismenn í Rvík og amt-
mann nyrðra, af þeirri rollu man eg
það eina að yfirhirðir sálnanna, biskup
vor gat ekki við minna tórt en 16.000
kr. árlega. Bergur góði, mágur hans
verður að hjargast með hérumbil 15.-
000 kr. Þessi launasumma er mikil en
þó ekki nema lítill hluti af útgjöldum
landsjóðsins; eitthvað mun þurfa í
hann að draga, nefndirnar sem í vetUr
hafa setið við skóla- og skattamálin
munu súpa í sig fáeinar krónur- Þing-
ið bjó til lög til útrýmingar fjárkláð-
anum, þau hepnuðust svo að þau náðu
ekki ikonungssamþyikki — inn í fjár-
kláðans völundarhús voga eg mér ekki
— því óvíst er hvort eg kæmist nokk-
urn tíma út þaðan aftur.
Lögin um fólksflutninga gengu lið-
ugt frá hendi þess' frjálslynda!! þings,
þau eru margslungin og fléttuð lang-
loka, eftir þeim held eg stórflutninga
til Vesturheims ómögulega en aS ein-
staka hræður kunni að geta fyrir vildar
vináttu eða máské fémútur skriðið út í
gegnum járngreipar yfirvaldanna, skal
eg ekki fortaka.
Loksins færi eg þér sameinaðar hug-
heilustu heilla- og farsældar óskir okk-
ar hvortutveggju hjónanna, Ingunnar
gömlu2!) og fleiri annara ótaldra hér
á heimili.
Sjálfur er eg jafnan þinn
einlægur velunnari og fornkunningi
SigurSur Árnason.
2'1) imóðuraimimia iSveins Stg'urSiSsionar
og G'uSm. S'imipöon I Winnipeg, föSur
Sveins Gieioirg Sim-pson, nuddlæknis.