Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Síða 104
102
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þess nokkur merki, að hann væri andlega
vanheill.
Bóksalafélag Islands hefir orðiö vel viö
umkvörtunum síöasta þings. Veröur bók-
sala sérstakt mál á dagskrá þingsins. En
geta má þess, að eg hefi þegar fariö þess
á leit, aö Ottawa-þingiö nemi úr lögum
toll á islenzkum bókum. Get eg síðar, er
þaö mál liggur fyrir, skýrt þaö atriði
frekar, æski þingiö þess.
Nýlega barst mér áskorun frá konu
þeirri, er “Vísir”, félag íslendinga í Chi-
cago, hefir falið að annast þátttöku ísl.
kvenna í kvensýning þar í borg og getið
hefir veriö í íslenzku blöðunum, öðru eö%
báðum. Ætti þing þetta á einhvern hátt
að veita hér úrlausn, þó eg játi, að kosið
hefði eg að samferða þessari málaleitan
heföi komið umsókn frá félaginu Vísir
um upptöku í Þjóðræknisfélagið.
Rétt fyrir þing ritar Guðm. S. Gríms-
son, lögmaður í Langdon, N. D., er fræg-
ur varð í Florida-málinu svo nefnda, harla
vinsamlegt bréf, með kveðju til félags
vors, sem skilað er hér með. En einkum
mun það þó efni bréfsins, að benda fé-
laginu á, að taka að sér útsölu á Dakota-
sögu Thórstínu Jackson, sem mun vera
að koma út.
Þó óttast eg, að sú vnsamlega tillaga
minni fleiri en mig óþægilega á þann fé-
lags-hag, er kaup vor á íslands-sögu próf.
Gjerset hefir reynst oss. Ekki er mér
fulikunnnugt um það efni, en eg hygg,
að að eins örfá eintök bókarinnar hafi
verið keypt, og að' all-stór fjárupphæð
liggi þar grafin. Ekki hefi eg heldur séð
bók þá auglýsta í síðari tíð.
Enga breyting gerði stjórnin á útgáfu
Tímaritsins. En prentunarkostnaður mun
reynast drjúgum hærri í ár en að undan-
förnu. — Eitt Aðal atriðið í sambandi við
útgáfu Tímaritsins, er útbreiðsla þess.
Hún þarf að ganga greiðlega. Tímaritið
þarf að komast inn á sem flest vestur-
íslenzk heimili.
Fjárhagsástand félagsins og greiðslu
iðgjalda skýra hlutaðeigandi embættis-
menn. En fjárhagur fél. mun nokkru
örðugri en undanfarin ár. Tala meðlima
er lægri og um gjaldtregðu er kvartað af
þeim, er þá hlið starfsins annast. Stöðuga
eftirgangsmuni þarf að viðhafa til að
halda meðlimum innan félagsins og einatt
afslátt af iðgjöldum. — Menn koma ekki
til félagsins af hvötum kærleikans og
þjóðrækninnar. Því miður bendir reynsla
síðari ára til þess, að lækkað iðgjald hafi
ekki ilæknað tregðu manna í því að til-
heyra Þjóðræknisfólaginu.
Lestrarfélög, stúdentafélög og ýms
önnur félög ísilendinga um allan Vestur-
heim, sem í eðli sínu eru þjóðrækni^Eélög,
standa enn í dag utan aðalfélagsins.
Hvort orsakir þess eru þau smá útgjöld,
er félagssamvinnu kynnu að fylgja, eða
þessi afstaða er sprottin af íslenzkri ein-
þykni og tortrygni, verður hér ekki rætt.
En eitthvað er hér að, og þessi afstaða
öfug og óholil. — Sú von mín, og ýmsra
annara meðal yðar, að félag þetta drægi
úr flokkadrætti og sundrung Vestur-ís-
lendinga og tengdi oss saman um hið
bezta í starfi voru, hefir enn ekki ræzt.
Hollast mun oss að kannast við það
ráðvandlega og án alls yfirdreps, að þótt
rnikið sé til meðal Vestur-Islendinga af
rækt við íslenzkt þjóðerni — við ísland,
íslenzka tungu og| íslefnzkar bókmentir,
— þá gengur þeim ekki jafnvel að vinna
saman og byggja félagsbygging úr því
góða efni. Þeir munu fremur teljandi, er
einhverju vilja fórna er til samvinnu kem
ur, þótt ýmsir fáist til að bera hin breiðu
kögur lærifeðranna. Norræn lund er ein-
att óþjál og önug í samstarfi, þótt skiln-
ingurinn sé skýr. Víkinga^andinn og vík-
ings-tungan, arfgeng, virðir ekki ávalt
rétt, gagn og tilfinningar annara, né hug-
leiðir heill fjöldans. Strandhögg eigin-
girninnar eru engan veginn fátíð. — Smá-
vaxið þjóðlíf hefir einnig smækkandi á-
hrif. Sú hefir orðið reyndin í lífi of-
margra íslendinga. Við þeirri hættu þurf-
um við að gjalda varhuga. Eg get ekki
betur séð, en að það sé fyllilega tvísýnt
um framtíð Þjóðræknisfélagsins, mikið
sökum fásinnu fjöldans, er ekki sýnir hér
trú sína í verki; fyrir flokkadráttum, seni
er og hefir verið sá þjóðar-Móri, er alt