Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 105
SJÖUNDA ÁRSÞING
103
truflar; og ef til vill sökum einhverra
annara galla hjá mér og öðrum, er þó
unnum af öllu hjarta löndum vorum, ætt-
jaröarfræðunum og þeim helgu tengdum,
er knýta oss þeim.
Eg veit vel, að mörg afsökun kemur til
greina í þessu efni. Eg veit, að tíðarand-
inn er oss andvígur. Eg verð við það að
kannast, að uppeldi og æfikjör vor ís-
lendinga, hafa kent oss að vega flest á
matarvogina. Eg finn til þess, að heima-
þjóðin hefir ekki rétt oss hjálparhönd í
þjóðernisvernd vorri. — Eina undantekn-
ingin er koma Kjartans prófasts Helga-
sonar hingað vestur. I raun réttri hafa
Vestur-íslendingar verið olnbogabörn
allra manna þau 50 ár, er vér höfum dval-
ið hér vestra. Orð og skrif örfárra úrvals-
manna, íslenzkra og enskra, og sparibún-
ar blaðagreinir, breyta ekki þessum sann-
leik. Og ill áhrif hefir þessi vitund haft
á margan — og þá einnig á þjóðrækni
manna. En umfram alt ber þó að varast
þá hættuna í eðli og lífi sjálfra vor, er
nefna mætti: Hjaðningavíg andans. Vér,
er eigum að fórna fyrir málefnin, er vér
trúum á, leiðum einatt í þess stað her
manna, og málefnin sjálf, út í feigðar-
baráttu, — stundum svipað Hjaðninga-
vígum fornaldarinnar, til að verðveita
stundarhag eða ímyndaða tign sjálfra
vor.
Þegar heimsveldin, er bárust á bana-
spjótum, keppast nú hvert við annað að
jafna misfellur ófriðaráranna, semja
fullan frið og ganga i bandalag, getum
vér íslendingar ómögulega unnið saman
um vor eigin Þjóðræknismál, er snúa að
því helgasta og bezta í lífi sjáfra vor, lífi
nánustu ástmenna vorra og öllu lífi vorr-
ar eigin þjóðar.
Hér þarf þvi bráðra og viturlegra að-
gerða.
Eg er ekki trúlaus bölsýnismaður. Eg
ætla mér heldur ekki að skiljast við þjóð-
ræknismál íslendinga, hvað sem að steðj-
ar. Eg veit líka að læknar, er sjúka stunda,
flytja þeim ekki dauðadóm, þótt lífshætta
sé í námunda. Vonarþráðinn, þó veikur
sé, ætti að spinna og tvinna í lengstu lög.
Og það skal hér gert. En eg hefi enga
trú á því, að menn dragi sjálfa sig á táiar.
Menn geta boðað: “friður, friður”, þar
sem enginn friður er til. Drýgindalegt
orðabrask um, að Þjóðræknisfélagið sé nú
sjö ára og ódrepandi, getur dvalið fyrir
oss að koma auga á félagshætturnar, sem
yfir vofa.
Áreiðanlega þurfum vér að færast i auk-
ana, og starfa sem félag annað og meira
en að undanförnu, — ráðast í eitthvað
þjóðlegt og gagnlegt, sem vekur athygli
allra góðra íslendinga. — Heill vor og
framtið er blátt áfram í húfi, ef hér
lendir við orðin ein.
Eftir all ítarlega umhugsun, leyfi eg
mér að benda háttvirtu þingi á eftirfylgi-
andi starfsmál, eða ákveðnar tillögur í
dagskrármálinu, sem flest eru utan hinnar
auglýstu dagskrár, er áreiðanlega myndu
vekja nýtt líf og nýjan áhuga meðal ís-
lendinga austan hafs og vestan:
1. Islenzk glíma—æfing hennar á sem
flestum stöðvum íslendinga.
2. Söngstarf, að dæmi Brynjólfs Þor-
lákssonar.
3. Að íslendingamót og þjóðræknissam-
komur verði sem viðast undir umsjón
deilda, þar sem þær eru starfandi.
4. Aukin útbreiðsla og auglýsing á bók-
um og riti félagsins.
5. Að lögð sé áherzla á æfifélaga —
æfigjald nú $15.00.
6. Afnám tolls á bókum frá ísandi.
7. Endurskoðun og endurprentun laga
félagsins.
8. Að tryggja með lagabót rétt fulltrúa,
er mæta á þingum frá deildum utan þing-
staðar.
9. Að skuldlausir félagslimir fái Tíma-
ritið ókeypis eða fyrir hálfvirði.
10. Að leggja nú þegar grundvöll að
veglegu félagsheimili í Winnipeg-borg,
sem miðstöð fyrir islenzkt félagslíf, —
gesti, iþróttir, lestrarsal, bókasafn og bók
sölu íslenzkra bóka og blaða. Tel eg af-
gangi þeim, af Ingólfssjóði, sem nú er í
vörzlum félagsstjórnar, til einskis betur
varið en að byrja með honum sjóð fyrir
slíka stofnun.