Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Page 111
SJÖUNDA ÁRSÞING
109
laun í íslenzkri glímu, á glímumótum
þeim, er ÞjóðræknisfélagiS gengst fyrir.
Var hún samþykt i einu hljóöi.
Þá var samþykt tillaga frá P. S. Páls-
syni, studd af Birni Péturssyni, aS vísa
þessu máli til þingnefndar í íþróttamálinu.
Þá kom fram álit félagsheimilisnefnd-
arinnar. Tala'öi Árni Eggertsson fyrir
álitinu og var því og ræöu hans fagnaö
meö lófaklappi.
Tillaga kom frá P. S. Pálssyni, studd
af Sig. Árnasyni, aö samþykkja nefndar-
álitiö óbreytt.
Breytingartillaga kom frá J. J. Bildfell,
studd af Birni Péturssyni, aö ræöa álitiö
liö fyrir. liö. Var þaö samþykt, með meiri
hluta atkvæða.
En nefndarálitið var á þessa leiö:
1. Það hefir lengi legið á tilfinningu
félagslyndra manna, bæöi hér í borg og
annarsstaðar, að enginn sá staöur sé til,
sem skoðast geti sem almennur lestrarsal-
ur, samkomu og skemtistaður íslenzks fé-
lagslífs. í samræmi viö það vill nú nefnd-
in leggja til, aö Þjóöræknisfélagiö taki
sér fyrir hendur að koma upp, eins fljótt
og auðið er, samkonnuhúsi, er fullnægt
geti þessum þörfum.
2. Nefndin leggur til, aö kosin sé
þriggja manna nefnd, er framkvæmdir
hafi í þessu rnáli á næstkomandi ári.
3. iSamkvæmt bendingu forseta leggur
nefndin það til, aö sá afgangur af varn-
arsjóði Ingólfs Ingólfssonar, sem nú er í
vörzlum félagsstjórnar, sé lagöur til þessa
fyrirtækis, sem byrjunarsjóöur til þessar-
ar húsbyggingar.
Tillaga kom frá Birni Péturssyni, studd
afi Á. B. Olson, að samþykkja fyrsta lið
óbreyttan. — Var hún samþykt í einu
hljóði, eftir nokkrar umræöur.
Viö 2. lið kom fram breytingartillaga
frá J. J. Bildfell, studd af A. Skagfeld, aö
við liðinn sé bætt þessum orðum: “og aö
henni sé leyft að leigja húsnæði til bráða-
birgða, ef henni þykir nauösynlegt.” Var
sú breytingartillaga samþykt með nreiri-
hluta atkvæöa, eftir nokkrar umræður.
Var allur liðurinn meö þessum viöauka
síðan borinn upp til samþyktar, og sam-
þyktur í einu hljóði.
Um. 3. liö kom tillaga frá P. S. Páls-
son, studd af Árna Eggertssyni, aö sam-
þykkja hann óbreyttan. Eftir langar og
mjög ósamþykkar umræður, kom fram
breytingartillaga við liðinn, frá séra Guö-
mundi Árnasyni, studd af Thorsteini J.
Gíslasyni, að væntanlegri stjórnarnefnd
félagsins sé falið aö grenslast eftir þvi,
hvort féagið hafi lagaleg umráð yfir af-
ganginum af samskotafénu til varnarsjóðs
Ingólfs Ingólfssonar.
Við þessa breytingartillögu kom fram
breytingartiaga frá Árna Eggertssyni,
studd af Bjarna Magnússyni, að við 3. lið
nefndarálitsins sé bætt þessum orðum:
“Með þeim fyrirvara, að tilkynning sé
birt í íslenzku blöðunum til gefenda, að
þessi ráðstöfun hafi verið gerð við af-
gang sjóðsins, og ef nokkur af gefend-
um hafi á móti því, að félagið ráðstafi
peningunum á þennan hátt, þá tilkynni
þeir það ritara félagsins fyrir 1. júní
1926.”
Eftir langar og all-heitar umræður var
þessi breytingartillaga við breytingartilögu
Iborin upp og samþykt með 41 atkvæði
gegn 10. Þeir sem atkvæði greiddu á
móti tilögunni óskuðu þess, að nöfn
þeirra væri bókuð, en þeir voru þessir:
Ásmundur P. Jóhannsson, Grettir Leó Jó-
hannsson, Jón J. Bildfell, Einar Páll Jóns-
son, ívar Hjartarson, séra Guðmundur
Árnason, séra Friðrik A. Friðriksson, J.
S. Gillies, Sigurbjörn Sigurjónsson, Björn
Pétursson.
Síðan var liðurinn borinn undir at-
kvæði, með þessari breytingu, og sam-
þyktur með öllum þorra akvæða.
Þá bar forseti alt nefndarálitið, með á-
orðnum breytingum. undir atkvæði, og var
það saniþykt með öllum þorra atkvæða.
Með því að þá var orðið áliið dags, var
samþykt tillaga um að fresta fundi til
klukkan 10 fyrir hádegi á föstudaginn 26.
febrúar 1926.
Sama kvöld var haldin samkoma. Is-
lendingamót, í Goodtemplarahúsinu, fyrir
tilstilli deildarinnar “Frón”. Formaður
déildarinnar, Hjálmar Gíslason bóksali,
bauð gesti velkomna, og flutti siðan stutt