Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Síða 112

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Síða 112
110 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA erindi, er geröur var hinn bezti rómur að. Þvi næst söng flokkur manna og kvenna undir stjórn Davíös Jónassonar, ungfrú Ásta Hermannsson lék á fiölu, forseti Þjóöræknisfélagsins, séra Jónas A. Sig- urðsson, flutti erindi, hr. Einar Páll Jóns- son flutti kvæöi, Mrs. S- K. Hall söng, séra Guömundur Árnason flutti kvæöi, hr. Ragnar H. Ragnar lék á píanó og að end- ingu söng flokkur hr. Davíös Jónassonar. Fór þetta alt ágætlega úr hendi, aö því undanteknu aö svo mikill kliður var stundum í húsinu, af umgangi og hljóð- pískri, að ýmsum þeim er aftarlega sátu veitti erfitt að heyra. Að þessari skemtan lokinni, var boðið til veitinga í neðri sal hússins, og um leið gengið að dansi í efri salnum. Höfðu menn af því ágæta skemt un til þess er lokað var, hálfri annari stundu eftir miðnætti. Næsta dag, föstudaginn 26. febrúar var fundur settur aftur kl. 10.30 f. h. Var fundargerð síðasta fundar lesin og sam- þykt í einu hljóði, breytingarlaust. Þá lá fyrst fyrir að kjósa þriggja manna milliþinganefnd, til þess að starfa að félagsheimilismálum. Var stungið upp á Árna Eggertssyni, séra Rögnvaldi Pét- urssyni, Friðriki Kristjánssyni, J. J. Bíld- fell, Ásmundi Jóhannssyni. Tveir hinir síðastnefndu afsökuðu sig, og tók þing- heimur því. Með þvi að þá var ekki stung- ið upp á fleirum, voru hinir þrir fyrst töldu kosnir í nefndina. Þá gat séra Fr. A. Friðriksson þess, að dr. T. P. Pálsson hefði beðist undan störf- um í bókasafnsnefnd, sökum anna. Tók forseti gilda afsökun hans og skipaði séra Guðmund Árnason í hans stað í nefndina. Þá kom fram álit þingnefndar urn bóka- sölumálið, í þrem liðum. Vildi nefndin leggjatil: 1. Að bóksalafélagið í Reykjavik setji hér á fót umboðsverzlun í líkingu við um- boðsverzlun Gyldendals í Minneapolis og víðar, og setji mann fyrir verzlunina hér. 2. Umboðslaun skulu greidd af bóksala- félaginu eftir samningum, en þó svo, að bækur sé ekki seldar hærra verði hér en í Rvík. 3. Sé þetta fyrirkomulag tekið, vill þjóðræknisfélagið bjóðast til að aðstoða bæði umboðsmann og eigendur verzlunar- innar, svo að verzlunin geti staðið á sem sanngjörnustum viðskiftagrundvelli. Tillaga kom frá A. B. Olson, studd af A. Skagfeld, að samþykkja nefndarálitið, eins og það var lesið. Var hún sþ. í einu hljóði. Þá kom fram íþróttanefndarálit í fjór- um liðum. Vildi nefndin leggja til: 1. Að kosin sé þriggja manna milli- þinganefnd, er annist íþróttamálin, sér- staklega glimuna, líkt og í fyrra. 2. Að væntanlegum yfirskoðunarmönn- um sé falið að, yfirskoða reikninga milli- þinganefndarinnar í fyrra hið fyrsta. 3. Að sökum þess, að nauðsyn beri til að gera glimuna að þjóðlegri iþrótt í Ameriku, eins og t. d. skíðahlaup, og með því að sá einn kostur sé þess, að gliman eigi sér verulega framtið fyrir höndum, þá sé æskilegt að mönnum af öðrum þjóð- flokkum sé gefinn kostur á að keppa mn glímuverðlaun til jafns við íslendinga á glímumótum þjóðræknisfélagsins, þó með því skilyrði, að fyrstu 10 árin sé til þess leitað samþykkis Jóhannesar Jósefssonar glímukappa, sem gefið hefir verðlaunin til þingglímunnar. 4. Að fé það er glímunefndin hefir nú i sjóði sé afhent væntanlegri milli- þinganefnd, að yfirskoðun afstaðinni, til nota á fjárhagsárinu. TiIIaga kom frá Þorsteini Guðmunds- syni, studd af Einari P. Jónssyni, að sam- þykkja nefndarálitið sem lesið. Var hún sþ. í einu hljóði. Þá kom fram nefndarálitið í tímarits- málinu, í þrem liðum. Vildi nefndin leggja til: 1. “Að stjórnarnefndinni sé falið að ann- ast um útgáfu Tímaritsins á yfirstandandi ári, í sama formi og áður, að öðru leyti en því, að lesmál sé minkað um 16 bls., en í þess stað sé gefið út fylgirit fyrir börn og unglinga, 16 bls. að stærð, auk kápu, er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.